Laugardagur 28.02.2009 - 21:09 - Ummæli ()

Ekki mikil endurnýjun hjá Samfylkingu

Í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík fá þátttakendur í prófkjöri að velja á milli Illuga Gunnarssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í fyrsta sætið. Aðrir hafa ekki gefið sig fram í það. Þannig að aðrir koma ekki til greina. Í Samfylkingunni í Reykjavík er fyrsta sætið frátekið fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Ingibjörg Sólrún gaf það eftir og er ein […]

Laugardagur 28.02.2009 - 20:05 - Ummæli ()

Bensínokur

Enn einu sinni komast olíufélögin í sviðsljósið vegna vafasamra viðskiptahátta. Ríkisútvarpið upplýsir þetta: Olíufélögin leggja í dag nánast tvöfalt fleiri krónur ofan á hvern lítra af díselolíu, meðal annars vegna flutningskostnaðar og álagningar en þau gerðu árið 2005. Álagning á bensín hækkar einnig mikið. Kannski þarf að borga upp skuldasúpu sem sum félögin eru í. […]

Laugardagur 28.02.2009 - 09:39 - Ummæli ()

Bréf um mútur, ásakanir Davíðs, Cosser og pólitík sem íþróttalýsingu

Sérmeðferð Það er áhugavert að sjávarútvegsfyrirtæki og lífeyrissjóðir krefjast sérmeðferðar við uppgjör framvirkra samninga þar sem þeir segja að samningforsendur séu brostnar. Á þá er hlustað og lítur út fyrir að þeir eigi að fá sér meðferð. Samningsforsendur okkar lána eru líka brostnar en á okkur er ekki hlustað. Svona er óþolandi. — — — […]

Föstudagur 27.02.2009 - 22:03 - Ummæli ()

Góður ritstjóri?

Ég held að ritstjórn blaða sé aðallega þrotlaus vinna. Ritstjórar þurfa að hafa yfirsýn en líka næmt auga fyrir smáatriðum. Það gerir vinnuna ekki auðveldari að alls staðar eru dagblöð í dauðateygjunum. Það er sagt að Styrmir Gunnarsson hafi oft verið átján tíma á dag í vinnunni. Gunnar Smári lagði sig stundum á skrifstofunni með […]

Föstudagur 27.02.2009 - 18:18 - Ummæli ()

Innan við þriðjungur ánægður með Ólaf Ragnar

Þetta sætir nokkrum tíðindum. Því líklega er þetta í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að Íslendingar hafa forseta sem er verulega óvinsæll. Traustið virðist heldur ekki upp á marga fiska meðal þjóðarinnar. Aðeins 13 prósent segjast treysta Alþingi vel og 11 prósent Seðlabankanum.

Föstudagur 27.02.2009 - 18:04 - Ummæli ()

Sigurður og stóra lánið

Sigurður Einarsson og félagar hans gengu frá íslensku krónunni í gjaldeyrisbraski sínu. Það sem hann er í rauninni að segja í þessu viðtali er að íslenska ríkið hafi ekki tekið nógu mikla peninga að láni til að dæla í bankann hans. Bankarnir vældu og vældu um stóra lánið. Það kom ekki. En hefði það einhverju […]

Föstudagur 27.02.2009 - 17:30 - Ummæli ()

Hudson um skuldaafskriftir

Ég vitnaði um daginn í hagfræðinginn Michael Hudson. Hann segir að við lifum í olígarkíi hér á Vesturlöndum og þess vegna sé bönkum hjálpað en ekki almenningi. Nauðsynlegt sé hins vegar að afskrifa húsnæðisskuldir venjulegs fólks sem getur ekki borgað. Hér er ágætt viðtal við Hudson á vefsjónvarpsstöðinni Renegade Economist. Og hér eru ummæli Hudsons […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is