Föstudagur 27.02.2009 - 17:12 - Ummæli ()

Við skulum taka mark á Stanley Greenberg

Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur sendi mér þessa grein. — — — – Við skulum aðskilja alveg viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og setja þeim seinni stífar reglur um upplýsingaskyldu og umfang.- – Hin þekkti stjórnmálavísindamaður Stanley Greenberg sagði um síðustu áramót á a.m.k. einum tveimur sjónvarpstöðvum í BNA, að Wall Street væri dautt og sömuleiðis fjárfestingarbankar eins og […]

Föstudagur 27.02.2009 - 15:24 - Ummæli ()

Meira um skattaskjól

Tryggvi Herbertsson og Vilhjálmur Egilsson bera það til baka að þeir hafi neitað að taka umfjöllun um eignir Íslendinga í skattaskjólum erlendis inn í skýrslu um íslenskt skattaumhverfi. Tryggvi segist lítið hafa mætt á fundi nefndarinnar. Neitun Vilhjálms er reyndar dálítið einkennileg, því hún felur það í sér að hann hafi viljað láta kanna hvernig […]

Föstudagur 27.02.2009 - 12:28 - Ummæli ()

Viðskiptaráð fjallar um endurreisn

Þegar verður farið yfir sögu íslensku útrásarinnar verður nokkuð stór kafli helgaður Exista. Gengi þessa félags var um tíma 40 en síðustu viðskipti – þegar aðaleigendur fyrirtækisins, Bakkabræður – náðu leifunum af því undir sig var gengið 0,02. Exista var stærsti eigandi Kaupþings, Bakkabræður áttu bankanum sem á móti fjármagnaði útrásarævintýri þeirra. Aðförinni gegn íslensku […]

Föstudagur 27.02.2009 - 12:14 - Ummæli ()

Hafnfirðingar

Sko, þarna spáði ég rétt um stólaskipti Hafnfirðinganna Lúðvíks Geirssonar og Gunnars Svavarssonar. Eða ég geng út frá því að Gunnar verði bæjarstjóri – eða snúi sér allavega að stjórn bæjarins. Þeir verða hins vegar báðir í vandræðum ef þeir þurfa að svara spurningum um skuldastöðu Hafnarfjarðarbæjar og hina fáránlega hröðu uppbyggingu í bæjarfélaginu – […]

Föstudagur 27.02.2009 - 12:06 - Ummæli ()

Davíð í framboð?

Það væri forvitnilegt ef Davíð byði sig fram á Suðurlandi. Búið er að loka fyrir framboð í prófkjörinu í Reykjavík þannig að þar kemst hann ekki inn. En Suðurlandið er enn galopið. Davíð liggur mikið á hjarta, hann var ábyggilega ekki á réttum stað í Seðlabankanum – en er hann búinn með kvótann sinn í […]

Föstudagur 27.02.2009 - 10:38 - Ummæli ()

Norrænu forsætisráðherrarnir og gjaldmiðlarnir

Bæði Anders Fogh Rasmussen og Fredrik Reinfeldt vilja stefna að því að þjóðir þeirra taki upp evru. Það má jafnvel búast við ákvörðun þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna í Danmörku síðar á þessu ári. Norðmenn eru ekki á þeim buxunum með sinn gjaldmiðil eins og lesa má hérna. Það stendur reyndar líka að evran sé einn versti […]

Föstudagur 27.02.2009 - 08:32 - Ummæli ()

Dularfullar arðgreiðslur

Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is