Þriðjudagur 31.03.2009 - 19:49 - Ummæli ()

Það er fallegt á Tortóla

  Þessi mynd er frá eyjunni Tortóla. Það virðist vera afskaplega falleg þarna. Og hér er brot úr grein sem birtist í Morgunblaðinu um Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, og fjármagnsflutninga til Tortóla: „Af skýrslunni að dæma virðast flestar eignir Samson í dag vera lán til annarra félaga í eigu Björgólfsfeðganna. Þegar Samson óskaði eftir gjaldþrotaskiptum hinn […]

Þriðjudagur 31.03.2009 - 19:14 - Ummæli ()

Þrengir enn að krónunni

Það má segja að nú sé fokið í flest skjól. Samkvæmt frumvarpi um hert gjaldeyrishöft hætta Íslendingar líka að vilja taka við krónunni.

Þriðjudagur 31.03.2009 - 14:19 - Ummæli ()

Garg og hópefli dugir skammt

Ágætur kunningi síðunnar sendi þessa grein. — — — Merkilegast við fundi helgarinnar var hin mikla afneitun Sjallana á ástandinu. Reyndar finnst mér afar merkilegt að Vinstri grænir átti sig heldur ekki á þeirri stöðu að við höfum ekki lengur val í ESB málum. Við erum gjaldþrota og þurfum einhvern verndarvæng, hann býðst bara í […]

Þriðjudagur 31.03.2009 - 12:00 - Ummæli ()

Kosningar í rústunum

Maður spyr sig: Eru kosningarnar 25. apríl tóm vitleysa? Á sú flokkspólitíska stjórnmálabarátta sem við eigum í núna og förum í gegnum næstu vikurnar eigi nokkurn rétt á sér við þessar aðstæður? Það er hvergi nein batamerki að sjá, ástandið virðist nánast óviðráðanlegt. Íslenska hagkerfið er rústir einar. Hér er í raun neyðarástand. Upphrópanir á […]

Þriðjudagur 31.03.2009 - 11:06 - Ummæli ()

Gjaldeyrir skilar sér ekki

Viðskiptablaðið segir frá því, í örstuttri frétt, að gjaldeyrishöftin verði hugsanlega hert. Það þarf ekki að koma á óvart. Krónan fellur þrátt fyrir að vera í gjörgæslu. Og gjaldeyrir er ekki að skila sér til landsins. Við upplifum það eins og aðrar þjóðir sem hafa lent í svipaðri stöðu að það verður til tvöfalt kerfi. […]

Þriðjudagur 31.03.2009 - 07:37 - Ummæli ()

Stóreinkennilegur lánabisness

DV fjallar um kúlulánin og hefur eftir Stefáni Má Stefánssyni lagaprófessor að þau séu hættuleg og hugsanlega ólögleg líka. Lánastarfsemin á síðustu metrum bankakerfisins veldur furðu. Það kemur fram í fréttinni að tæpur helmingur af lánum íslenska bankakerfisins síðasta árið hafi runnið til eignarhaldsfélaga. Það voru þessi eignarhaldsfélög sem áttu bankana. En kúlulánin höfðu meðal […]

Mánudagur 30.03.2009 - 16:47 - Ummæli ()

Bleikar slaufur

Ég var að horfa á þáttinn um leiklistina í sjónvarpinu, Sjónleik í átta þáttum. Það er gaman að loks sé hægt að sýna þetta efni aftur. Það var frábært að horfa á Gísla Halldórsson, Guðrúnu Ásmundssdóttur og gamla Iðnóhópinn í Matreiðslunámskeiðinu. Svo var sýnt úr sjónvarpsleikritinu Bleikar slaufur frá 1985. Með Eddu Björgvinsdóttur, Haraldi G. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is