Fimmtudagur 30.04.2009 - 22:46 - Ummæli ()

Himininn er ekki að hrynja

Efasemdamaður um svínaflensuna. Bandaríski þingmaðurinn Ron Paul – sem líka er læknir. Paul taldi að svínaflensuótti væri úr allri hömlu árið 1976. Og hafði þá rétt fyrir sér. Sjá hér.

Fimmtudagur 30.04.2009 - 20:06 - Ummæli ()

Kreppa

Economist skrifar um íslensku kosningarnar. Fyrirsögnin er komin úr frægu lagi Dylans, Visions of Johanna. Í textanum er notað íslenska orðið kreppa – kannski getur það orðið alþjóðlegt heiti um svona ástand? Framlag okkar til hugtakasafns heimsins.

Fimmtudagur 30.04.2009 - 15:28 - Ummæli ()

Tvö orð

Tvö orð frá blómatíma íslensku kauphallarinnar rifjast upp, mikið notuð af greiningardeildum og viðskiptablaðamönnum. Leiðrétting. Þegar gengi hlutabréfa lækkaði. Loks urðum við svo fyrir hinni endanlegu leiðréttingu. Þroskamerki. Líka notað þegar hlutabréfaverð lækkaði, merkingin er sú að markaðurinn væri svo þroskaður að hann þyldi leiðréttingu (sjá að ofan).

Fimmtudagur 30.04.2009 - 13:59 - Ummæli ()

Lynch í Silfrinu

Kvikmyndaleikstjórinn frægi, David Lynch, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag.

Fimmtudagur 30.04.2009 - 12:42 - Ummæli ()

1. maí

Ef einhvern tíma hefur verið tími til að fara í 1. maí göngu þá hlýtur það að vera á morgun. Ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna er óvenju skorinort: Íslenska efnahagshrunið varð ekki aðeins vegna þess að heimurinn í kringum okkur hrundi. Kerfishrunið hér innanlands varð fyrst og fremst vegna gríðarlegra mistaka. Þar er átt við einkavæðingu bankanna, […]

Fimmtudagur 30.04.2009 - 09:53 - Ummæli ()

Gjaldþroti Íslands spáð 2006

Í þessari grein um vaxtamunarviðskipti frá því í febrúar 2006 segir hreint út að Ísland muni verða gjaldþrota. Það voru semsagt ýmsir sem sáu þetta fyrir.

Fimmtudagur 30.04.2009 - 07:29 - Ummæli ()

Ráðleggingar til vinstristjórnar, grein Jóns Steinssonar

  Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, hefur brillerað í málflutningi sínum síðan í hruninu. Ég held sé óhætt að segja að þar fari einn okkar fremsti maður. Jón skrifaði þessa grein í Moggann á mánudaginn. Hún er eiginlega þess virði að hún sé lesin tvisvar. — — —   Mánudaginn 27. apríl, 2009 – Aðsent […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is