Fimmtudagur 02.04.2009 - 20:35 - Ummæli ()

Fasteignalager til 9 1/2 árs

Ágætur vinur síðuritara sendi þetta litla minnisblað.

— — —

Hvað tekur langan tíma að selja lagerinn (skráðar eignir á fasteignasölum) samkvæmt núverandi söluhraða?  (Þetta er t.d aðal barómetirinn á þróun fasteignamarkaðarins í BNA.)

Skráðar eignir á vísi.is í dag eru 16.300* og í viku 13 eða  23. – 29. mars voru skráðir kaupsamningar á öllu landinu 33.

Það tekur sem sagt 9,5 ár að selja lagerinn af húsnæði á söluskrá með núverandi söluhraða.

Ég er með tölur frá 25/11 2005 en þá voru 5.400 eignir á skrá á mbl.is og 198 eignir seldust þá viku.

Þá var söluhraðinn sem sagt 0,52 ár.

Það er alkunn staðreynd að birgðastaða og söluverð haldast í hendur og því augljóst að hér er fasteignaverði haldi uppi af handafli og hefur það örugglega mikil áhrif á eignastöðu bankanna og þá um leið ríkisins hvort sem reiknað er í evrum eða krónum.

Hversu lengi er hægt að halda loftinu í bólunni?

Blekkingar í sjálfum grunni efnahagslífsins geta ekki haft farsælan endi, það höfum upplifað nýlega.

*Það er nokkuð um tvískráningar og ef þær eru ca 20% þá lækkar sölutíminn í 7,6 ár nú versus 0,42 ár í okt 2005.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is