Laugardagur 30.05.2009 - 20:51 - Ummæli ()

Johnny

Franski söngvarinn Johnny Halliday hefur alltaf verið nokkur ráðgáta. Í kvöld fyllir hann Stade de France – það eru 80 þúsund gestir. Karlinn er eldgamall. Og syngur House of the Rising Sun og Summertime Blues með frönskum textum.

Föstudagur 29.05.2009 - 16:02 - Ummæli ()

Garton Ash um stjórnmálaumbætur í Bretlandi

Eins og á Íslandi hefur allt traust horfið á stjórnmálamönnum í Bretlandi við efnahagshrunið – og þar bætist við hneykslið mikla þegar upp komst um allan kostnaðinn sem þingmenn létu almenning borga fyrir sig; sólpalla, Timothy Garton Ash skrifar um þetta í Guardian og segir að nauðsynlegt sé að gera breska byltingu ef „ný stjórnmál“ […]

Fimmtudagur 28.05.2009 - 20:47 - Ummæli ()

Jón Baldvin um Negri

Jón Baldvin skrifar þessa grein um fund með marxistunum Negri og Hardt. — — — COMMUNIST UTOPIA EÐA DRAUMALANDIÐ? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Vofa gengur ljósum logum um Evrópu. Vofa kommúnismans. Var það ekki einhvern veginn svona, sem Kommúnistaávarpið byrjar? Og nú er það komið aftur í tísku. Því til staðfestingar er troðfullur salur 102 […]

Fimmtudagur 28.05.2009 - 16:34 - Ummæli ()

Pönkast á bótasjóðnum

Einhvern veginn hafa verstu grunsemdir manns tilheigingu til að koma fram þessa dagana. Og jú, eins og orðrómurinn sagði voru eigendur Sjóvár búnir að pönkast í stórum stíl á bótasjóðnum.

Fimmtudagur 28.05.2009 - 11:33 - Ummæli ()

Prèt-à-porter

Í gærmorgun sat ég langan fund, kannski ekki þann skemmtilegasta, um landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins og stöðu Frakklands innan þess, sá sem talaði var fulltrúi frönsku bændasamtakanna. Á morgun er það fiskveiðipólitíkin – seinna í dag orkumál. Af embættismönnum sem ég hef talað við og sérfræðingum er ekki að heyra að sé sérstaklega mikilla undanþága að vænta. […]

Þriðjudagur 26.05.2009 - 15:43 - Ummæli ()

Í Frans

Ég er á ferðalagi í Frakklandi – þar sem ég í morgun sat m.a. fund með stórmerkilegum fyrrverandi forsætisráðherra, Michel Rocard – og verð ekki sérlega virkur hér á vefnum næstu daga.

Mánudagur 25.05.2009 - 12:27 - Ummæli ()

Gráa svæðið minnkar

Ég held það séu talsverðar líkur á að Gunnar Birgisson segi af sér í næstu viku eða þarnæstu. Eins og ágætur maður sem ég talaði við orðaði það – gráa svæðið á Íslandi hefur dregist saman. Það er minna svigrúm fyrir einkennilega stjórnarhætti. Jafnvel þótt Gunnar virðist hafa gott tak á framsóknarmanninum sem er forseti […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is