Færslur fyrir maí, 2009

Sunnudagur 24.05 2009 - 08:30

Decode og braskið

Decode Genetics var fyrsta svikamylla Hannesar Smárasonar. Að mörgu leyti er þetta frábært fyrirtæki, og það er mjög mikilvægt að starfsemi þess haldi áfram – á Íslandi. Helst á að innlima það í háskólasamfélagið. En þegar reynt var að selja Íslendingum þá hugmynd að þarna væri ofboðslegur gróðavegur – á gráa markaðnum – þá brast […]

Laugardagur 23.05 2009 - 15:14

Lénskerfi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist ekki ganga erinda sérhagsmuna. Hann um það. Vandinn við kvótakerfið er ekki bara að aðferðin við úthlutunina var óréttlát, að búið er að færa hann í bækur sem eign þótt lögin segi að hann sé sameign þjóðarinnar, að búið er að veðsetja fiskinn í sjónum mörg ár fram í […]

Laugardagur 23.05 2009 - 12:15

Vanmáttur gegn hvítflibbabrotum

Í grein á vefnum Global Research er vitnað í William K. Black sem var gestur í Silfrinu fyrir stuttu. Hann talar um aðgerðaleysi og vanmátt yfirvalda gegn hvítflibbaglæpum: Criminologist William K Black, a former bank regulator and expert on crimes committed by the men at the top—so-called “control frauds” referencing the practices of CEOS in […]

Laugardagur 23.05 2009 - 09:19

Tunnuspyrna

Góður maður benti á að umræðan um ESB á Íslandi væri svona: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Yth124e4d2A] Og Jónas hittir beint í mark.

Föstudagur 22.05 2009 - 21:01

Kristján í Últímu og Farsældarríkið

  Kristján Friðriksson í Últímu var einn af mínum uppáhaldsmönnum á unglingsárum. Dóttir hans, Sigrún, var bekkjarsystir mín og vinkona, og í gegnum hana kynntist ég Kristjáni og fjölskyldunni, syninum Friðriki sem spilaði listavel á píanó og átti gott plötusafn, og þremur bráðskemmtilegum systrum, Guðrúnu, Ásrúnu og Heiðrúnu. Að ónefndri móðurinni á heimilinu, Oddnýju. Heimili […]

Föstudagur 22.05 2009 - 16:40

Gengið fellur stöðugt

Evran 178, pundið 202, dollarinn 127 – gengisvísitalan 231 stig. Hvar endar þetta? Í mars var gengisvísitalan komin niður í 185 stig – evran komin niður í 140 krónur. Samt eru ströng gjaldeyrishöft. Á Seðlabankinn að grípa inn í þetta – eða er það vitandi vits að gengið er látið falla?

Föstudagur 22.05 2009 - 16:16

Innlánsvextir lækkaðir

Bankarnir standa ekki undir sér og því eru innlánsvextir keyrðir niður samkvæmt tilskipun meðan útlánsvöxtum er haldið háum. Andri Geir Arinbjarnarson skrifar um þetta og nefnir það dulbúinn fjármagnstekjuskatt.

Föstudagur 22.05 2009 - 14:03

Gjaldeyrisbrask í ár og í fyrra

Félagsmálaráðherra segir að brask með gjaldeyri sé ábatasamasti atvinnuvegurinn. Þetta virðist samt ekki vera mjög stórt, viðskiptin snúast um nokkra hundrað þúsund kalla. En það má setja þetta í samhengi. Á sama tíma í fyrra var bask með gjaldeyri nefnilega stærsta atvinnugrein á Íslandi, raunar sú langstærsta. Enginn annar atvinnuvegur velti slíkum upphæðum. Hundruðum milljarða. […]

Föstudagur 22.05 2009 - 11:02

Þegar þingmenn breytast í hænsn

Ef það er eitthvað sem fólk meikar ekki núna þá er það gamaldags stjórnar/stjórnarandstöðu þvergirðingur. Í stjórnmálum á Íslandi hefur löngum tíðkast það viðhorf að allt sem kemur frá andstæðingnum sé vitleysa. Sem ekki eigi að hlusta á – og alls ekki samþykkja. Borgarahreyfingin er í þeirri skemmtilegu stöðu á þingi að hún getur gert […]

Föstudagur 22.05 2009 - 09:12

Úr fórum Hagstofunnar

Útflutningurinn dregst harkalega saman, en innflutningurinn hrynjur samkvæmt þessum tölum Hagstofunnar. Ekki uppörvandi lestur.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is