Sunnudagur 24.05.2009 - 20:19 - Ummæli ()

Líka þar?

Það sem allir spyrja: Var ekki líka gerð húsleit á Bessastöðum vegna Al Thani málsins?

Sunnudagur 24.05.2009 - 18:39 - Ummæli ()

Þeir félagarnir

Þeir eru búnir að steypa Íslandi í botnlaust skuldafen. Við borgum og borgum fyrir þá. En Björgólfur Thor mætir í snekkjupartí í Cannes. Og Jón Ásgeir skiptir um nafn og kennitölur. Þetta heitir að kunna ekki að skammast sín.

Sunnudagur 24.05.2009 - 13:33 - Ummæli ()

Gagnsæi

Árni Guðmundsson kom í Silfur Egils í vetur. Hann var með hugmyndir um hvernig væri hægt að standa að skuldafskriftum vegna fyrirtækja sem eru í vandræðum. Ég ætla að birta þetta enn einu sinni – og það er ærið tilefni til – í ljósi upphrópana um ríkissósíalisma og í ljósi þess hvernig mál eru að […]

Sunnudagur 24.05.2009 - 08:30 - Ummæli ()

Decode og braskið

Decode Genetics var fyrsta svikamylla Hannesar Smárasonar. Að mörgu leyti er þetta frábært fyrirtæki, og það er mjög mikilvægt að starfsemi þess haldi áfram – á Íslandi. Helst á að innlima það í háskólasamfélagið. En þegar reynt var að selja Íslendingum þá hugmynd að þarna væri ofboðslegur gróðavegur – á gráa markaðnum – þá brast […]

Laugardagur 23.05.2009 - 15:14 - Ummæli ()

Lénskerfi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist ekki ganga erinda sérhagsmuna. Hann um það. Vandinn við kvótakerfið er ekki bara að aðferðin við úthlutunina var óréttlát, að búið er að færa hann í bækur sem eign þótt lögin segi að hann sé sameign þjóðarinnar, að búið er að veðsetja fiskinn í sjónum mörg ár fram í […]

Laugardagur 23.05.2009 - 12:15 - Ummæli ()

Vanmáttur gegn hvítflibbabrotum

Í grein á vefnum Global Research er vitnað í William K. Black sem var gestur í Silfrinu fyrir stuttu. Hann talar um aðgerðaleysi og vanmátt yfirvalda gegn hvítflibbaglæpum: Criminologist William K Black, a former bank regulator and expert on crimes committed by the men at the top—so-called “control frauds” referencing the practices of CEOS in […]

Laugardagur 23.05.2009 - 09:19 - Ummæli ()

Tunnuspyrna

Góður maður benti á að umræðan um ESB á Íslandi væri svona: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Yth124e4d2A] Og Jónas hittir beint í mark.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is