Þriðjudagur 30.06.2009 - 12:48 - Ummæli ()

Skattamódel Kaupþings

Hér er merkileg skýringamynd sem birtist í Ekstrablaðinu danska árið 2006. Sýnir „skattamódel Kaupþings“, bankans sem vildi verða einn hinn stærsti í heimi – og var það um tíma. Smellið hér fyrir neðan. skattamodel_kaupthings.pdf

Þriðjudagur 30.06.2009 - 06:42 - Ummæli ()

Kvótaflækjur í Kastljósi

Helgi Seljan flutti mjög merkilega fréttaskýringu í Kastljósi gærkvöldsins um alvarlega brotalöm í kvótakerfinu. Eða eigum við að kalla það fyrirkomulag sem býður upp á óeðlilega viðskiptahætti og mjög sérkennilegar veiðar – kvóti er til dæmis færður á skip sem hafa enga möguleika til að veiða hann, enda er það ekki ætlunin. Fréttaskýringin byggir á […]

Mánudagur 29.06.2009 - 17:34 - Ummæli ()

Samgönguráðherra kemur ekki á óvart

Samgönguráðherra er við sama heygarðshornið, enda lítur hann á það sem hlutverk sitt að standa vörð um þrönga hagsmuni heimabyggðar sinnar. Vaðlaheiðargöng og flugstöð í Reykjavík eru í forgangi. Meðan endurbætur á Suðurlandsvegi og Sundabraut bíða. Þar sem umferðarþunginn er mestur og fólkið er flest.

Mánudagur 29.06.2009 - 14:28 - Ummæli ()

Andleg vanlíðan er vandamál

Lesandi síðunnar sendi þennan póst. — — — Takk fyrir „Erfitt að vera með eða móti…“ Þar setur þú tón sem hugnast mér og ég hvet þig til að halda áfram á þessari braut Stöðugar upphrópanir eru engum til góðs Mér finnst andleg vanlíðan fólks vera að verða stærsta vandamálið. Hvert einasta vandmál verður að […]

Mánudagur 29.06.2009 - 10:29 - Ummæli ()

Kaupþing í Lúx

Magnús Gunnarsson, einn nánasti samstarfsmaður Sigurðar Einarssonar, situr áfram. Og af því maður hefur voða lítið traust þessa dagana, þá spyr maður, hver er aðkoma Kaupþingsmanna að þessum viðskiptum?

Mánudagur 29.06.2009 - 07:28 - Ummæli ()

Ófyrirséðar afleiðingar

Hvernig íslenska bankahrunið rústar humarveiðum við Nýja England.

Sunnudagur 28.06.2009 - 14:27 - Ummæli ()

Hugsanlegir fyrirvarar vegna Icesave

Tryggvi Þór Herbertsson leggur til að Icesave-samningurinn standi en Alþingi samþykki að hámarka ábyrgðina á honum við 1 prósent af þjóðarframleiðslu á ári. Jónas Kristjánsson leggur til að tala Tryggva verði tvöfölduð, þannig að miðað verði við 2 prósent af landsframleiðslu. Jónas skrifar: „Ég geri ráð fyrir, að Bretland og Holland láti kyrrt liggja. Enn […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is