Föstudagur 31.07.2009 - 22:03 - Ummæli ()

Ævisaga Bjögga

Björgólfur er frábært efni í ævisögu, sambanber þetta æviágrip sem birtist á Vísi. Þá yrði líka að skrifa um Dósagerðina, Von Veritas, Hauk Heiðar, Flokkinn og Hafskip. Hvernig hann kvænist inn í Thorsættina, maður úr alþýðustétt, konu með afar sérkennilega sögu. Hvernig sonur hans gengst upp í að vera Thorsari – þegar allir aðrir Thorsarar […]

Föstudagur 31.07.2009 - 21:37 - Ummæli ()

Stutt og laggó

Svo hljóðar svar Wikileaks til stjórnar Kaupþings vegna upplýsinga um lántakendur bankans sem birtast á síðunni: No. We will not assist the remains of Kaupthing, or its clients, to hide its dirty laundry from the global community. Attempts by Kaupthing or its agents to discover the source of the document in question may be a […]

Föstudagur 31.07.2009 - 13:12 - Ummæli ()

Leiðin til glundroða

Margt bendir til þess að Ísland hafi verið gjörsamlega stjórnlaust síðustu árin. Við einkavæðingu bankana fórum við út á braut sem leiddi til algjörs glundroða. Öðruvísi er varla hægt að skýra út það sem yfir þjóðina hefur gengið. Viðsnúningurinn í ríkisrekstrinum er ótrúlegur; halli á hrunsárinu 2008 er upp á 216 milljarða, 46 prósent af […]

Föstudagur 31.07.2009 - 11:00 - Ummæli ()

Bondbíllinn

Við Kári vorum að horfa á Bondmynd í gær, Thunderball. Þar sást Aston Martin bifreið sem Bond ók í nokkrum myndum. Þegar ég var lítill var þetta vinsælasta leikfangið. Bondbíllinn. Með sæti sem var þeirrar gerðar að vondi kallinn skaust upp úr bílnum þegar ýtt var á þartilgerðan hnapp. Ég sló bílnum upp á netinu. […]

Fimmtudagur 30.07.2009 - 18:54 - Ummæli ()

Verði þeim að góðu

Samfylkingarkonan Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, æsir sig yfir því að reynt skuli að hreinsa út úr bönkum og fjármálastofnum fólk sem var viðriðið hrunið. Þetta gerði hún í blaðagrein í morgun og í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Þetta er einkennilegur málflutningur. Bankarnir þurfa að minnka verulega frá því sem nú […]

Fimmtudagur 30.07.2009 - 15:53 - Ummæli ()

Frestun

Það þarf svör við tveimur spurningum: Er ástæðan fyrir frestun á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins örugglega Icesave? Hvaða áhrif hefur þessi frestun? Ekkert röfl, bara kalt mat.

Fimmtudagur 30.07.2009 - 14:08 - Ummæli ()

Krónan fellur enn

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf, á deginum þegar evran fór í 182 krónur: — — — Hefur þú fylgst með krónunni síðustu daga? Hún sýnist vera í frjálsu falli. Á sínum tíma var sagt að nauðsynlegt væri að rekja DO og fá „fagmann“ í starfið. Norðmaðurinn var ráðinn og hann sagði það allgjört forgangsverkefni sitt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is