Mánudagur 31.08.2009 - 21:50 - Ummæli ()

Hví ættum við að treysta FME, Seðlabankanum eða Nýja Kaupþingi?

Þetta er ekki rétt ályktun hjá Tryggva Þór Herbertssyni og Thomas Devin – ef þetta er þá það sem hann sagði. Devin þekkir ekki aðstæður hér. Hann telur nóg að upplýsingar um lánastarfsemi Kaupþings hafi borist til stjórnar Nýja Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Við sem eigum heima hérna vitum að þessir aðilar njóta nákvæmlega einskis […]

Mánudagur 31.08.2009 - 16:26 - Ummæli ()

Guðjón Arnar í sjávarútvegsmálin

Það verður athyglisvert að fylgjast með störfum Adda Kitta Gauj í sjávarútvegsráðuneytinu. Þarna er maður sem veit hvað hann syngur í sjávarútvegsmálum, en hefur dálítið aðra sýn á tilveruna en LÍÚ-veldið.

Mánudagur 31.08.2009 - 15:54 - Ummæli ()

Er innheimta hlutverk ESB?

Þessi grein birtist í dag í hollenska dagblaðinu De Volkskrant. Höfundar hennar eru hagfræðingarnir Gunnar Tómasson, Michael Hudson og Dirk J. Bezemer. Gunnar Tómasson íslenskaði greinina: Er innheimta hlutverk ESB?             Ísland er prófsteinninn.  Um það er ekki deilt að skuldir jukust langt úr hófi fram við „útlánavæðingu” síðustu áratuga.  Á nýliðnu Greenspan tímabili var […]

Mánudagur 31.08.2009 - 15:26 - Ummæli ()

Fjármálafimleikar Baugsmanna

Sigrún Davíðsdóttir skrifar stórmerkan fréttaauka um flókna fjármálagjörninga Baugsmanna. Einn forviða lesandi ritar þessa athugasemd: „Þetta er yndislegt. Þetta er endalaus sköpun sem engan enda hefur. hugmyndaflugið er í hæsta gír og framkvæmdin leikur einn. Engin skilur neitt í neinu en niðustaðan er gerandanum alltaf hagstæð. Bjútífúl!“ Niðurlag greinar Sigrúnar er svohljóðandi: „Umsvif Baugs undanfarin […]

Mánudagur 31.08.2009 - 13:27 - Ummæli ()

Ábyrgð

Ef við segjum að þetta sé allt einstaklingum að kenna, þá erum við að fría kerfið ábyrgð og segja að kerfinu þurfi ekkert að breyta. Það hafi aðeins orðið fyrir barðinu á óprúttnum mönnum sem hafi eyðilagt það. En ef við segjum að þetta sé allt kerfinu að kenna, þá er eins og við teljum […]

Mánudagur 31.08.2009 - 01:22 - Ummæli ()

Á pensúminu?

 Verður þetta kennt í Háskólanum í vetur? Myndin er eftir Halldór Baldursson og birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst.

Sunnudagur 30.08.2009 - 18:58 - Ummæli ()

Að svíkja þjóð sína

Mér hefur þótt Kolbrún Bergþórsdóttir vinkona mín heldur lin í afstöðu sinni til fjárglæframannanna sem settu landið á hausinn og stjórnmálamanna sem gerðust meðreiðarsveinar þeirra og hjálparkokkar. En ég er nokkuð sammála pistli sem hún skrifaði í Moggann í gær. Við erum engu bættari með því að nota orð eins og landráð og föðurlandssvik. Þetta […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is