Miðvikudagur 30.09.2009 - 22:29 - Ummæli ()

Hvað segir Steingrímur?

Ég náði því ekki í öllu fréttaflóðinu í kvöld. En hvað segir Steingrímur um lán frá Norðmönnum sem Framsókn segist ætla að redda? Var hann spurður um það? Annars ættu að vera hæg heimatökin fyrir Steingrím. Ég er alveg viss um að hann er með númerið hjá Kristínu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í gemsanum sínum. En […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 20:22 - Ummæli ()

Plan B

Ögmundur segir að plan B sé að rísa upp. En spurningin er þá gegn hverju? Bretar og Hollendingar munu áfram vilja fá Icesave borgað. Því þetta er pólitískt mál ekki bara spurning um innheimtu skuldar; Brown og Balkenende telja sig þurfa að sýna hörku. Við getum varpað Alþjóða gjaldeyrissjóðnum út í hafsauga. Ég geri ráð […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 17:38 - Ummæli ()

Á hvaða leið er Ögmundur – og ríkisstjórnin?

Í yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar segir: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að fara eigi hina þverpólitísku leið hvað Icesave málið varðar og að Alþingi eigi að fá það til umfjöllunar skuldbindingalaust, á því stigi sem það er nú sem á fyrri stigum. Innan ríkisstjórnarinnar er hins vegar eindreginn vilji til þess að afgreiða málið samhljóða þaðan […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 13:41 - Ummæli ()

Öngþveiti vegna Icesave

Nú ríkir algjört öngþveiti hér vegna Icesave málsins. Það er hver höndin upp á móti annarri. Ögmundur Jónasson búinn að segja af sér – hann sleppur reyndar mátulega úr ríkisstjórninni áður en kunngjörður verður niðurskurður í heilbrigðismálunum. En maður heyrir ekki raunhæfar tillögur um hvað eigi að gera í Icesave. Hvernig ætlar ríkisstjórnin og Alþingi […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 13:16 - Ummæli ()

Polanski, tungan og fásinnið

Roman Polanski kom til Íslands að mig minnir 1986 eða 1987. Ég man að mér fannst hann flottur að því leyti að hann taldi sig ekkert þurfa að smjaðra fyrir landi og þjóð – eins og Íslendingar gerður svo sterka kröfu um á þeim árum. Hann var bara hann sjálfur, sagði það sem honum fannst. […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 10:20 - Ummæli ()

Skemmdarverk

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar grein um hina raunverulegu skemmdarverkamenn í Icesave: — — — SKEMMDARVERK Í spjalli sínu við Sölva Tryggvason á Skjá einum (25.09.09) sagði nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, að Icesave-málið væri “eitt mesta skemmdarverk sem á Íslandi hefur dunið.” Þetta má til sanns vegar færa, þótt orðalag ritstjórans sé ögn villandi. Icesave-málið […]

Miðvikudagur 30.09.2009 - 07:46 - Ummæli ()

Mannlaus heimur, Frankenstein og Viktor Arnar í Kiljunni

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um nýja skáldsögu eftir Viktor Arnar Ingólfsson sem þykir mestur fléttumeistari íslenskra spennusagnahöfunda. Bókin nefnist Sólstjakar og gerist í Berlín, Frankfurt – og á hippatímanum á Íslandi. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá bókinni Mannlaus heimur eftir Alan Weisman. Í bókinni, sem er eins konar sambland […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is