Laugardagur 31.10.2009 - 22:30 - Ummæli ()

Smávegis um enska boltann

Einu sinni hélt ég með Liverpool í enska boltanum. Það var á árunum þegar fyrst var farið að sýna frá beint frá ensku knattspyrnunni á Íslandi. Þetta var ekki fyrr en upp úr 1980 – og þá var Liverpool með langbesta liðið og líka það skemmtilegasta. Þetta var fyrir tíma útlendinga í ensku deildinni; kannski […]

Laugardagur 31.10.2009 - 22:04 - Ummæli ()

Stefnubreyting

„Þetta vekur tortryggni og óánægju, að verið sé að hygla einhverjum sem er hugsanlega tengdur einhverjum stjórnmálaflokkum. Þjóðfélagið hefur ekki gott af því.“ Svo hljóða óbreytt orð Höskuldar Þórhallssonar þingmans á mbl.is. Þetta telst vera algjör stefnubreyting hjá Framsóknarflokknum og veit vonandi á gott.

Laugardagur 31.10.2009 - 18:18 - Ummæli ()

Bíræfni

Lesandi sendi þessar línur: — — — Það er mikil bíræfni hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG að auglýsa með heilsíðu í Fréttabl. ráðstefnu um Endurreisn, endurskipulagning á erfiðum tímum  með þeim frummælendum sem þar eru upp taldir.  KPMG, ekki frekar en önnur endurskoðunarfyrirtæki, hafa enn ekki bitið úr nálini með hver var ábyrgð þeirra á hruninu, hafandi […]

Laugardagur 31.10.2009 - 16:15 - Ummæli ()

Samræður yfir kaffinu á laugardegi

– Hvar er sultan? – Nú, hún er horfin? – Ha? Horfin? – Jú, þjófarnir tóku hana líka.

Laugardagur 31.10.2009 - 13:38 - Ummæli ()

95 prósent

Lesandi sendi þessar línur: — — — Ég man á fyrstu dögum hrunsins þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg gengu á fund Björgvins og með sinn breska vin og fjárfestingarfélaga, sem ég man ekki í svipinn hvað heitir, og reyndu að knýja fram að hann fengi að taka yfir skuldir Baugsins gegn 95% afskriftum á skuldum. […]

Laugardagur 31.10.2009 - 11:44 - Ummæli ()

Kökuþjófar

Í nótt var brotist inn í bíl konu minnar. Þýfið var ekki af lakari endanum. Kökur.

Föstudagur 30.10.2009 - 14:28 - Ummæli ()

Barnalánssonnettan

Kristján Hreinsson orti þetta kvæði og sendi mér, má kannski segja að þetta sé tækifæriskvæði út frá einkennilegum atburðum: — — —- BARNALÁNSSONNETTAN Í græðgi eru veðsett börn þess virði að vandamálum foreldra þau breyti því ávallt fer það svo að lána leiti þeir lánsömu sem forðast vilja byrði. Já, finna má í sögusögnum grófum […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is