Sunnudagur 31.01.2010 - 20:46 - Ummæli ()

Stórfellt óréttlæti

Þórður Magnússon húseigandi var í viðtali í Silfri Egils í dag og ræddi úrræði sem skuldugum heimilum er boðið upp á. Hér er greinargerð Þórðar um málið: — — — Varðandi skuldastöðu heimilanna og þau úrræði sem fjármálafyrirtæki og stjórnvöld hafa boðið upp á Það sem hér er rætt snýr fyrst og fremst að verðtryggðum […]

Sunnudagur 31.01.2010 - 17:54 - Ummæli ()

Eitraðir tvímenningar

Skipstjórinn Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, má eiga að hann talar enga tæpitungu. Og það er margt til í þeirri fullyrðingu hans að á útrásartímanum hafi Björgólfur Thor Björgólfsson og Ólafur Ragnar Grímsson – sem voru báðir á árshátíð kapítalismans í Davos – verið eitruð blanda.

Sunnudagur 31.01.2010 - 14:45 - Ummæli ()

Góðærisháskólar?

Hákon Hrafn Sigurðsson dósent var viðtali í Silfri Egils í dag. Hann hefur verið að rannsaka fjárhagsstöðu einkareknu háskólanna, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík, og safnað saman miklu efni um þetta mál. Hákon Hrafn hefur sett þetta efni á vefinn eins og sjá má hérna.

Sunnudagur 31.01.2010 - 13:28 - Ummæli ()

Íris: Lærdómurinn frá Kaliforníu

Íris Erlingsdóttir skrifar á vefinn víðlesna, Huffington Post, og fjallar um reynslu Kaliforníubúa af atkvæðagreiðslum meðal íbúa og setur hana í samhengi við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að neita að skrifa undir Icesave lögin.

Sunnudagur 31.01.2010 - 10:20 - Ummæli ()

Styttra Silfur

Silfrið er í styttra lagi í dag vegna handboltaleiks sem hefst að því loknu. Þátturinn er klukkutími að lengd að þessu sinni. Eins og áður er komi fram er sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi verðbréfasalinn Max Keiser meðal gesta.

Sunnudagur 31.01.2010 - 09:51 - Ummæli ()

Léleg þátttaka í prófkjörum

Það sem vekur helst athygli varðandi prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er hversu þátttakan er léleg. Aðeins 2856 greiða atkvæði eða 34 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Sjálfstæðisflokkurinn er með mun stærri kjörskrá frá fornu fari, en þátttakan í prófkjörinu þar um síðustu helgi var líka slöpp – eða 39 prósent. Bendir ekki til þess […]

Laugardagur 30.01.2010 - 14:48 - Ummæli ()

Hvaða mál eru mikilvægust á Íslandi í dag?

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf. — — — Vandi heimilanna er eflaust mikilvægasta málið. Þennan vanda verður að leysa á viðunandi hátt. Það er of lengi búið að níðast á almenningi með óðaverðbólgu, okurvöxtum og stökkbreytingu á lánum. Hluti af þessu máli er að nýju bankarnir láti afskriftir af lánum ganga áfram til skuldara. Það […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is