Sunnudagur 28.02.2010 - 23:27 - Ummæli ()

Súrrealískt

Þetta verður æ súrrealískara. Félög sem heita Stytta og Sólin skín verða gjaldþrota. Þau voru mynduð í kringum viðskipti Jóns Ásgeirs og Pálma Haraldssonar. Skuldir félaganna eru 120 milljarðar. Og engar eignir neins staðar.

Sunnudagur 28.02.2010 - 22:41 - Ummæli ()

Má hafa þetta aðeins vitrænna?

Hér er annað dæmi, sem Teitur Atlason benti á, þar sem umfjöllun um ESB er komin út í tóma vitleysu. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=wqYTeIrZ-gE]

Sunnudagur 28.02.2010 - 22:08 - Ummæli ()

Baggalútur

Bændasamtökin lýsa yfir áframhaldandi hatri á Evrópusambandinu.

Sunnudagur 28.02.2010 - 20:07 - Ummæli ()

Saga Finns

Saga Finns Ingólfssonar er mjög sérstæð. Hann var viðskipta- og iðnaðarráðherra og barðist hart fyrir stóriðju á Íslandi. Hann var aldrei vinsæll maður en þótti duglegur og var mjög öflugur innan síns flokks og bak við tjöldin. Halldór Ásgrímsson reiddi sig mjög á hann. Finnur hættir svo óvænt í stjórnmálum og býr svo um hnútana […]

Sunnudagur 28.02.2010 - 19:36 - Ummæli ()

Bændur og óbreytt staða

Bændasamtökin skera upp mikla herör gegn Evrópusambandsaðild. Gott og vel. Óbreytt staða í landbúnaðinum er hins vegar óhugsandi hvort sem gengið er í ESB eða ekki. Eitt af því sem framkvæmdastjórn ESB gagnrýnir einmitt í skýrslu sinni er að stjórn landbúnaðarmála á Íslandi hafi verið afhent hagsmunaðilum. Kjör bænda eru óboðleg, sem og miðstýringin í […]

Sunnudagur 28.02.2010 - 10:05 - Ummæli ()

Björgum lífsstílnum

Þetta grínatriði er úr kanadískum þætti sem nefnist This Hour has 22 Minutes. Einhvern veginn verður manni hugsað til viðtals við Jóhannes í Bónus sem birtist í DV þegar maður horfir á þetta. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=qDC0qcf0kzE]

Sunnudagur 28.02.2010 - 01:00 - Ummæli ()

Eddan

Edduhátíðin einkennndist af því að kvikmyndagerðarmenn hafa áhyggjur af niðurskurði í greininni. Það er full ástæða til. En auðvitað verða fleiri greinar fyrir niðurskurði; maður hefur til dæmis ekki tölu á öllum blaða- og fréttamönnunum sem hafa misst vinnuna. Fyrir utan alla aðra sem hafa enga atvinnu og geta ekki auglýst það. Stundum eru Edduhátíðirnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is