Miðvikudagur 31.03.2010 - 20:48 - Ummæli ()

Kynbundið ofbeldi og bindindishugsjónin

Þegar ég var lítill drengur og kom fyrst til Danmerkur var farið með mig á veitingahús sem kallaðist Kvindernes almennyttige restaurant. Þetta var, minnir mig, staður sem var stofnaður af dönskum konum sem áttu þá hugsjón að karlar hættu að drekka áfengi. Líklega voru reknar fleiri restaurasjónir undir þessu heiti. Á þessum stöðum var ekki […]

Miðvikudagur 31.03.2010 - 13:31 - Ummæli ()

Ómissandi menn

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir  eru mjög sérstakir viðskiptamenn. Með biluðum viðskiptaævintýrum sínum tókst þeim að sökkva íslenska sparisjóðakerfinu að stórum hluta – og lífeyrissjóðir á Íslandi hafa tapað stórfé á viðskiptagjörningum bræðranna. Skuldasúpan sem þeir skilja eftir nemur mörg hundruð milljörðum króna. Það má einfaldlega segja, og þarf ekki að flækja máin umfram það, […]

Miðvikudagur 31.03.2010 - 10:38 - Ummæli ()

Eru konur beittar meira ofbeldi hér en á Norðurlöndunum?

Það þarf að fá skýringar á því hvers vegna fleiri konur leita til neyðarmóttöku á Íslandi en á Norðurlöndunum líkt og kemur fram í þessari frétt á Eyjunni. Þetta bendir til að nauðganir og ofbeldi gagnvart konum sé algengara hér en á Norðurlöndunum. Hver er þá skýringin? Er þetta eitthvað menningarbundið? Varla er hægt að […]

Þriðjudagur 30.03.2010 - 21:51 - Ummæli ()

Bækurnar um Bernie Gunther

Ég datt í að lesa sögur Philips Kerr um þýska lögregumanninn og spæjarann Bernhard Gunther. Þetta eru með skemmtilegustu bókum sinnar tegundar. Þær eru sex talsins. Kerr skrifaði þrjár fyrstu bækurnar á árunum 1989 til 1991, þær hafa verið gefnar út í einu bindi undir heitinu Berlin Noir. Síðari þrjár bækurnar eru útgefnar á árunum […]

Þriðjudagur 30.03.2010 - 12:00 - Ummæli ()

Sendiherrann, sérstaka sambandið og fangaflugið

Albert Jónsson var einn úr fjölmennum hópi manna sem voru dubbaðir upp sem sendiherrar á stuttri tíð Davíðs Oddssonar í utanríkisráðuneytinu. Margir þessara manna naga blýanta á alltof fjölmennum skrifstofum ráðuneytisins, en Albert var gerður að sendiherra í Bandaríkjunum. Það þykir almennt fínasta staðan í bransanum. Ingibjörg Sólrún vildi niðurlægja Albert þegar hún komst í […]

Þriðjudagur 30.03.2010 - 08:44 - Ummæli ()

Stjórnarsamstarfið: Þrjú ár í viðbót?

Eftir flokksráðsfund VG er sagt að stjórnarsamstarfið sé ekki í hættu. Það eru greinilega ekki allir í VG sem móðgast yfir þeim orðum Jóhönnu að samstarfið sé eins og að smala köttum. Jóhanna er ekki orðhög kona. Þetta eru hérumbil fleygustu orð sem hafa heyrst úr munni hennar – og skal ekki gera lítið úr […]

Mánudagur 29.03.2010 - 16:31 - Ummæli ()

Farið ránshendi um sjóði Glitnis

Heimildir herma að ef félagarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson verði nappaðir fyrir eitthvað, þá sé það helst meðferðin á bankanum sem höfðu tök á og nefndist Glitnir. Halldór Baldursson túlkar þetta ágætlega í tekningu í Morgganum í morgun.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is