Föstudagur 30.04.2010 - 19:54 - Ummæli ()

Gáttir bresta

Stríð Baugsliðsins og Moggaflokksins er að komast á nýtt plan – heiftin er orðin slík að nú halda engin bönd. Grein sem Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar á vef Pressunnar í dag (já, hann er líka kominn þangað) er það sem kalla má einstaklega djúsí. Það má segja að allar gáttir séu að bresta: Um Einar […]

Föstudagur 30.04.2010 - 19:26 - Ummæli ()

Staksteinar um fyrirlestraröð HÍ

Staksteinar Moggans hafa komist að því að fundaröð Háskóla Íslands um rannsóknarskýrslu Alþingis sé einhvers konar samsæri Samfylkingarinnar. (Fyrir utan náttúrlega þá málsvörn að skýrslan sé samin af vanhæfu fólki.) Svona er hægt að afgreiða hlutina með einföldum hætti – þegar öll önnur rök þrýtur. Þessu er haldið fram í Staksteinum í morgun og sjónum […]

Föstudagur 30.04.2010 - 16:53 - Ummæli ()

Revolution

Samkvæmt því sem ég hef heyrt virðist lögreglan hafa verið óþarflega taugaveikluð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem var tekið fyrir mál níumenninga sem eru ákærðir fyrir að hafa ráðist inn í Alþingishúsið. Löggan hafði mikinn viðbúnað og virðist hafa beitt óþarflega mikill hörku. Að því sögðu er afstaða mín til þessa máls nokkuð […]

Föstudagur 30.04.2010 - 13:49 - Ummæli ()

Hamfarasvæði og ferðamenn

Eftir gosið í Eyjafjallajökli er myndin í útlöndum á Íslandi sú að hér vaði menn ösku í ökkla, umkringdir eiturgufum, en ekki sjáist til sólar fyrir ryki. Að hér sé hamfarasvæði. Og hver vill ferðast á hamfarasvæði? Það er líka almennt álitið að hingað sé ekki hægt að komast með flugi – og ekki heldur […]

Föstudagur 30.04.2010 - 11:49 - Ummæli ()

Time, Jón Ásgeir og lánsféð

Eyjan segir frá því að í hinu víðlesna tímariti Time séu nokkrir Íslendingar flokkaðir sem slimy bastards: Björgólfur Guðmundsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í tímaritinu segir að enginn vilji lána Jóni Ásgeiri peninga lengur, ekki einu sinni í krónum. Ekki er það nú alveg rétt, því Jón Ásgeir er sérfræðingur í að […]

Föstudagur 30.04.2010 - 10:07 - Ummæli ()

Þjóðstjórn í borg?

Þjóðstjórnarhugmyndir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vekja athygli. Það er þá spurning hvað er átt við þessu – mun einfaldur meirihluti ráða í málum í borginni og ekki flokkadrættirnir? Hvernig er með borgarstjóraembættið – yrði ráðinn utanaðkomandi borgarstjóri eða myndi það lenda hjá flokknum sem fær mesta fylgið? Formennska í nefndum – yrði henni dreift á milli […]

Föstudagur 30.04.2010 - 08:05 - Ummæli ()

Hvað er hægt að kjósa?

Kjósandi í Hafnarfirði skrifar þessa grein: — — — Venjulega hef ég ekki átt í miklum vandræðum með að kjósa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en þegar ég fékk spurninguna „Hvað á að kjósa?“ þá fylltist ég miklum valkvíða og hripaði í snatri niður smá hugleiðingar, sem eru hér fyrir neðan, af því tilefni. Og samkvæmt þeirri […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is