Miðvikudagur 28.04.2010 - 09:11 - Ummæli ()

Fjölmiðlakafli skýrslunnar

Ég setti saman þessa athugasemd vegna umræðna hér á vefnum um fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis:

Nú veit ég ekki betur en að stuttu fyrir hrun hafi Stöð 2 hleypt af stokkunum umræðuþætti sem nefndist Markaðurinn með Birni Inga!

Á sama tíma voru á RÚV tveir þættir sem voru mjög krítískir á allt þetta dót, Spegillinn og Silfur Egils. Það var í þessum þáttum að komu fram mennirnir sem helst vöruðu við: Vihjálmur Bjarnason, Þorvaldur Gylfason, Andrés Magnússon læknir, Jóhannes Björn, Ragnar Önundarson, sumir af þeim margoft.

Svo er reyndar nokkur munur á dagblöðunum: Morgunblað Styrmis Gunnarssonar varaði við ýmsu, var húðskammað fyrir að slá upp neikvæðum skýrslum.

Greiningin á fjölmiðlum í skýrslu rannsóknarnefndar er ekki nema 20 blaðsíður og tekur einungis á eiginlegum fréttum, rannsóknin ristir semsagt ekki ýkja djúpt. Spegillinn er ekki nefndur, ekki Silfrið, það er ekkert fjallað um vefmiðla og ritstjórnarefni, leiðarar og slíkt er ekki skoðað – og viðskiptablöðin eru ekki tekin sérstaklega fyrir. Gagnaöflun er ekki sjálfstæð heldur er byggt á upplýsingum sem koma frá fyrirtækinu Credidinfo.

Þessi lauslega úttekt er þannig býsna takmörkuð, enda er hún ekki nema stuttur viðauki í skýrslunni. Það þyrfti að skoða þetta miklu betur til að fá nákvæmari niðurstöður.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is