Mánudagur 31.05.2010 - 17:22 - Ummæli ()

Ehrenreich

Ég bendi á viðtalið við rithöfundinn og baráttukonuna Barböru Ehrenreich úr Silfri gærdagsins – það hefur líklega farið framhjá mörgum vegna kosningafársins. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um hlutskipti láglaunafólks í Bandaríkjunum, millistétt sem býr við mikið óöryggi og falska bjartsýni og jákvæðni sem hefur ríkt í bandaríska hagkerfinu og á vinnumarkaðnum. Viðtalið má […]

Mánudagur 31.05.2010 - 11:50 - Ummæli ()

Fjórflokkurinn er veruleiki

Menn eru að fetta fingur út í hugtakið fjórflokkarnir eða fjórflokkurinn. Þetta er samt veruleiki í íslenskum stjórnmálum. Þau hafa í meginatriðum byggst upp á fjórum flokkum allan lýðveldistímann. Sjálfstæðisflokknum – sem er óvenju breiður flokkur á hægri vængnum, nær að sameina í sínum röðum frjálshyggjumenn, miðjumenn, bændur og fólk sem getur jafnvel talist sósíaldemókratar. […]

Mánudagur 31.05.2010 - 10:40 - Ummæli ()

Krísa í Samfylkingunni

Karl Th. Birgisson, einn af stuðningsmönnum Össurar í Samfylkingunni, vill að Dagur B. Eggertsson fari frá vegna úrslitanna í borgarstjórnarkosningunun. Það er svosem ekki óeðlileg krafa. En þá má kannski horfa víðar um land. Samfylkingin tapar hérumbil alls staðar og víða mjög stórt. Varla verður Degi kennt um það. Á landsvísu tapaði flokkurinn meira en […]

Mánudagur 31.05.2010 - 09:05 - Ummæli ()

Eru hjaðningavíg að byrja í flokkunum?

Ég benti í gær á heimasíðu Marinós Gunnars Njálssonar þar sem hann er að taka saman ýmiss konar talnaefni um kosningarnar. Nú bætir hann um betur og skoðar útkomu flokkanna eftir kjördæmum. Samkvæmt þessu eru það Vinstri grænir sem tapa hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn sem tapar flestum atkvæðum. Annars sér maður ekki betur en að […]

Sunnudagur 30.05.2010 - 22:24 - Ummæli ()

Tap flokkanna í þéttbýlinu

Marinó Gunnar Njálsson reiknar saman kosningaúrslit í stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Ég vitna í þetta, Marinó er talnagleggri maður en ég. Skoðið þetta endilega hjá honum. Samkvæmt þessu er tap Vinstri grænna gríðarlegt – andstætt því sem Steingrímur J. Sigfússon segir – flokkurinn tapar 39,4 prósentum af fylgi sínu á þessum stöðum. […]

Sunnudagur 30.05.2010 - 20:18 - Ummæli ()

Dennis Hopper og Easy Rider

Easy Rider var mesta kúltmynd áttunda áratugarins. Ég man að ég sá hana í listabíói í Kaupmannahöfn sirka árið 1977. Þá eimdi ennþá eftir af hippatímanum og frelsisþránni sem myndin túlkar. Auðvitað var þetta toppurinn á leikstjóraferli Dennis Hopper, þessa sérstæða leikstjóra og leikara – þótt hann ætti margar aðrar flottar stundir á hvíta tjaldinu. […]

Sunnudagur 30.05.2010 - 17:06 - Ummæli ()

Auðu atkvæðin

Í kosningum er komið fram við auða kjörseðla af mikilli óvirðingu, því vissulega er það afstaða að skila auðu – rétt eins og til dæmis að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það væri mjög áhugavert að fá samantekt um auða kjörseðla í helstu sveitarfélögum. Í Hafnarfirði var enginn valkostur við gömlu flokkanna og þar brugðu kjósendur á það […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is