Laugardagur 31.07.2010 - 00:06 - Ummæli ()

Sumarkvöld

Þegar amma mín, sem var norsk, kom fyrst til Reykjavíkur 1928 var varla nein tré að finna í bænum. Hún gerði sér ferð bæjarenda á milli til að skoða tré sem var uppi í Þingholtum. Kannski hefur það bara verið vanþekking sem olli því að hér voru ekki fleiri tré eða kannski voru það tregðulögmálin, […]

Föstudagur 30.07.2010 - 19:05 - Ummæli ()

Ofurölvi á ævikvöldi

Eiður Guðnason bloggar um Útvarp Sögu. Meðal annars um þátt sem nefnist Stelpurnar á stöðinni. Einn sem gerir athugasemdir segir að þátturinn sé rangnefndur. Hann ætti að heita: Ofurölvi á ævikvöldi.

Föstudagur 30.07.2010 - 14:12 - Ummæli ()

Óskalög sjúklinga

Halldór Laxness spurði einhvern tíma eftir að hafa hlustað á þáttinn Óskalög sjúklinga hvort músíkalskt fólk yrði ekki veikt á Íslandi. Ég man að maður hlustaði á bæði Óskalög sjúklinga og Óskalög sjómanna í von um að þar heyrðist svona eitt almennilegt lag. Auðvitað var maður fyrst og fremst að vonast eftir Bítlalögum sem heyrðust […]

Föstudagur 30.07.2010 - 11:53 - Ummæli ()

Þáttur Jóa Hauks

Við lifum á tíma mjög taugaveiklaðrar umræðu. En bara svo því sé haldið til haga: Ég man glöggt að eitthvert dótturfélag Baugs kostaði útvarpsþáttinn sem Jóhann Hauksson var með á Sögu á sínum tíma. Og man ekki að það hafi verið neitt launungarmál.

Föstudagur 30.07.2010 - 00:56 - Ummæli ()

Speak Low

Lagið Speak Low eftir Kurt Weill er þekktur djassstandard. Það hefur verið hljóðritað af listamönnum eins og Lotta Lenya, Billie Holiday, John Coltrane, Bill Evans, Frank Sinatra, Smokey Robinson, Sarah Vaughan og Nat King Cole. Barbara Streisand setti það líka á plötu í sykursætri útgáfu sem er lakari en til dæmis flutningur Sigtryggs Baldurssonar sem […]

Fimmtudagur 29.07.2010 - 17:06 - Ummæli ()

Badabing og myntkörfufólkið

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður kann að koma orði að hlutunum. Hann skrifaði í morgun pistil á síðu sína Badabing undir yfirskriftinni Megi myntkörfufólkið brenna í helvíti. Pistillinn fékk ekki góðar viðtökur. Og nú er Tóti búinn að setja inn annan pistil sem nefnist Óvinsælli en Brynjar Níelsson. Eru Íslendingar kannski alveg búnir að missa húmor fyrir […]

Fimmtudagur 29.07.2010 - 14:04 - Ummæli ()

Illt hlutskipti sígaunabarna

Það er sagt að sígaunar velji sinn lífsstíl, en svo einfalt er það auðvitað ekki. Ég er ekki viss um að börnin myndu endilega velja líf sem felst í flakki, sníkjum og betli, eins og margir sígaunar stunda. Oft er raunalegt að fylgjast með sígaunabörnum í erlendum borgum. Þau þurfa að þvælast um götur og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is