Sunnudagur 31.10.2010 - 08:56 - Ummæli ()

Hræddir hagfræðingar

Samkvæmt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra þorðu seðlabankamenn ekki að segja frá dökkum spám sínum um efnahagshorfur. Hverjir skömmuðu hagfræðinga Seðlabankans? Við hverja voru þeir hræddir? Og er eitthvað gagn í svona huglitlum sérfræðingum – sem hafa meiri áhuga á að makka rétt en að segja sannleikann? Þetta er úr fréttum Stöðvar 2 28. október. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=PDkWLHUMz6I]

Laugardagur 30.10.2010 - 22:31 - Ummæli ()

Vændræði Conrads Black halda áfram

Dómstóll í Chicago í Bandaríkjunum hefur staðfest dóma yfir blaðaútgefandanum Conrad Black sem um tíma var mjög umsvifamikill beggja vegna Atlantsála. Hann er í hópi frekar vafasamra náunga sem hafa staðið í blaðaútgáfu í Bretlandi. Black var útgefandi Daily Telegraph og The Spectator áður en hann lenti í klóm réttvísinnar. Hann er dæmdur fyrir stórfelldan […]

Laugardagur 30.10.2010 - 17:01 - Ummæli ()

Fjöldauppsagnir á Flateyri

Þetta þarfnast skýringa við – hvers vegna er ekki hægt að reka fiskvinnslu á Flateyri með alla þá hefð sem þar er og miðin sem eru nálægt?

Laugardagur 30.10.2010 - 14:18 - Ummæli ()

Gemsi frá tíma Chaplins

Stundum er það sem breiðist út um internetið brjálæðislega skemmtilegt. Og ég man varla eftir neinu sem er skemmtilegra en konunni í Chaplin-upptökunni frá 1928 sem talar í farsíma. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Iv9f-s0KmOU]

Laugardagur 30.10.2010 - 12:35 - Ummæli ()

Michel Rocard í Silfrinu

Einn merkasti stjórnmálamaður Frakklands síðustu áratugi, Michel Rocard, verður gestur í Silfri Egils á morgun. Rocard var forsætisráðherra á árunum 1988 til 1991, í stjórnartíð Mitterrands forseta. Þeim samdi þó aldrei – eins og frægt varð, en báðir komu þeir úr flokki sósíalista. Rocard hefur síðustu ár verði sérstakur sendiherra Sarkozys forseta og fer með […]

Laugardagur 30.10.2010 - 09:55 - Ummæli ()

Maðkað mjöl?

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sendi mér skemmtilega athugasemd: „Teboðshreyfingin bandaríska vísar til atburða aftur í öldum. Ætli samsvarandi hreyfing á Íslandi yrði ekki að kenna sig við maðkað mjöl?“

Föstudagur 29.10.2010 - 19:18 - Ummæli ()

Staðnað?

Það er dálítið bratt þegar forstjóri olíufélags segir að bókabransinn á Íslandi sé „staðnaður“. Nú er ljóst að Ísland er land þar sem er gefið út óvenju mikið af bókum – eiginlega fáránlega mikið miðað við stærð landsins. Og ekki græða allir á bókaútgáfunni sem leggja hana fyrir sig, enda engin von til þess á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is