Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 08:56

Hræddir hagfræðingar

Samkvæmt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra þorðu seðlabankamenn ekki að segja frá dökkum spám sínum um efnahagshorfur. Hverjir skömmuðu hagfræðinga Seðlabankans? Við hverja voru þeir hræddir? Og er eitthvað gagn í svona huglitlum sérfræðingum – sem hafa meiri áhuga á að makka rétt en að segja sannleikann? Þetta er úr fréttum Stöðvar 2 28. október. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=PDkWLHUMz6I]

Laugardagur 30.10 2010 - 22:31

Vændræði Conrads Black halda áfram

Dómstóll í Chicago í Bandaríkjunum hefur staðfest dóma yfir blaðaútgefandanum Conrad Black sem um tíma var mjög umsvifamikill beggja vegna Atlantsála. Hann er í hópi frekar vafasamra náunga sem hafa staðið í blaðaútgáfu í Bretlandi. Black var útgefandi Daily Telegraph og The Spectator áður en hann lenti í klóm réttvísinnar. Hann er dæmdur fyrir stórfelldan […]

Laugardagur 30.10 2010 - 17:01

Fjöldauppsagnir á Flateyri

Þetta þarfnast skýringa við – hvers vegna er ekki hægt að reka fiskvinnslu á Flateyri með alla þá hefð sem þar er og miðin sem eru nálægt?

Laugardagur 30.10 2010 - 14:18

Gemsi frá tíma Chaplins

Stundum er það sem breiðist út um internetið brjálæðislega skemmtilegt. Og ég man varla eftir neinu sem er skemmtilegra en konunni í Chaplin-upptökunni frá 1928 sem talar í farsíma. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Iv9f-s0KmOU]

Laugardagur 30.10 2010 - 12:35

Michel Rocard í Silfrinu

Einn merkasti stjórnmálamaður Frakklands síðustu áratugi, Michel Rocard, verður gestur í Silfri Egils á morgun. Rocard var forsætisráðherra á árunum 1988 til 1991, í stjórnartíð Mitterrands forseta. Þeim samdi þó aldrei – eins og frægt varð, en báðir komu þeir úr flokki sósíalista. Rocard hefur síðustu ár verði sérstakur sendiherra Sarkozys forseta og fer með […]

Laugardagur 30.10 2010 - 09:55

Maðkað mjöl?

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sendi mér skemmtilega athugasemd: „Teboðshreyfingin bandaríska vísar til atburða aftur í öldum. Ætli samsvarandi hreyfing á Íslandi yrði ekki að kenna sig við maðkað mjöl?“

Föstudagur 29.10 2010 - 19:18

Staðnað?

Það er dálítið bratt þegar forstjóri olíufélags segir að bókabransinn á Íslandi sé „staðnaður“. Nú er ljóst að Ísland er land þar sem er gefið út óvenju mikið af bókum – eiginlega fáránlega mikið miðað við stærð landsins. Og ekki græða allir á bókaútgáfunni sem leggja hana fyrir sig, enda engin von til þess á […]

Föstudagur 29.10 2010 - 14:53

Varla teboð

Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvort verði til teboðshreyfing á Íslandi, og þá sérstaklega í tengslum við andstöðuna við aðild að ESB. Nú er teboðshreyfingin bandaríska dálítið sérstök. Hún er að sumu leyti sjálfsprottin, en það hefur líka verið bent á að auðvaldsöfl hafi á henni velþóknun. Teboðshreyfingin er á móti sköttu, hún er á […]

Föstudagur 29.10 2010 - 08:50

Blöðin í morgun

Það kemur þungur blaðapakki hér inn um lúguna á þessum föstudegi og ýmislegt bitastætt í blöðunum. Heiðar Már Guðjónsson segir á forsíðu Fréttatímans að hann sé með áhugasama aðila sem séu tilbúnir að fara í samstarf við Landsvirkjun um að leggja sæstreng til Evrópu – þetta sé verkefni upp á 450 milljarða króna. Inni í […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 18:40

Innherjar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur. — — — http://online.wsj.com/article/SB10001424052702304159304575184181500514278.html Hluti af gjaldeyrisskiptum Wernersbræðra, Ólafs Ólafssonar og Björgólfs Thors var til að greiða upp erlend lán þeirra. Þeir voru innherjar hjá bankastofnununum sem veittu lánin. Flest þessara lána eru í skjóli skúffufyrirtækja með engum haldgóðum ábyrgðum. Skyldu venjulegum launþegum með myntkörfulán hafa staðið til boða að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is