Þriðjudagur 30.11.2010 - 23:44 - Ummæli ()

Æskuslóðir Gunnars, tilnefningar og Einar Kára

Í Kiljunni annað kvöld förum við til Keflavíkur á æskuslóðir Gunnars Eyjólfssonar leikara. Gunnar ólst þar upp á Klapparstíg hjá fósturföður sínum og móður sem lést þegar hann var tólf ára. Með í för er Árni Bergmann sem einnig sleit barnsskónum í Keflavík, en hann skrásetur ævisögu Gunnars undir heitinu Alvara leiksins. Við fjöllum um […]

Þriðjudagur 30.11.2010 - 22:38 - Ummæli ()

Bankar eru andfélagsleg skrímsli

Við erum smátt og smátt að læra það á  Íslandi að bankar eru ekki vinir okkar. Þrátt fyrir að þeir auglýsi eins og þeir séu vinir. En það er bara lygi. En auglýsingarnar eru vel gerðar. Bankar eru eigingjörn og andfélagsleg skrímsli  sem hugsa bara um eitt: Efnahagsreikning sinn. Efnahagsreikningurinn ríkir ofar öllu. Frá því […]

Þriðjudagur 30.11.2010 - 20:44 - Ummæli ()

Þekkt og óþekkt fólk

Það er skrítið það umkvörtunarefni að þekkt fólk hafi verið kosið á Stjórnlagaþingið. Hvar í ósköpunum tíðkast það að fólk sem enginn þekkir nái árangri í stjórnmálum? Það er líka talað eins og það sé ljótt að vera þekktur. En nú er þarna fólk sem einmitt er þekkt fyrir skoðanir sínar á þjóðmálum. Andrés Magnússon […]

Þriðjudagur 30.11.2010 - 16:16 - Ummæli ()

Stjórnlagaþingmenn

Þetta eru fulltrúarnir á stjórnlagaþinginu. Í framhaldi af því má fara að pæla í hvaða áherslur verða ríkjandi og hvernig líklegt er að muni spilast úr málum á þinginu. Andrés Magnússon Ari Teitsson Arnfríður Guðmundsdóttir Ástrós Gunnlaugsdóttir Dögg Harðardóttir Eiríkur Bergmann Erlingur Sigurðarson Freyja Haraldsdóttir Gísli Tryggvason Guðmundur Gunnarsson Illugi Jökulsson inga Lind Karlsdóttir Kartín […]

Þriðjudagur 30.11.2010 - 15:17 - Ummæli ()

Betrumbættur Karl Marx

Þetta fann ég á Facebook: Trúin er viagra fólksins.

Þriðjudagur 30.11.2010 - 12:12 - Ummæli ()

Fjölmiðlaumfjöllun um útrásarvíkinga

Í rannsóknarskýrslu Alþingis er því lýst hvernig eigendur bankanna og stjórnendur rændu þá innan frá. Þeir lifðu samkvæmt mottóinu að besta aðferðin til að ræna banka sé að eiga hann. Sérstakur saksóknari er að vinda ofan af þessum svikavef – það er búið að yfirheyra Kaupþingsmenn og Glitnismenn og úr þessum bönkum hafa borist ýmsar […]

Þriðjudagur 30.11.2010 - 11:50 - Ummæli ()

Svavar: Ólafur Ragnar í fjögur ár í viðbót

Svavar Gestsson heldur því fram í grein í Fréttablaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson ætli sér að sitja eitt kjörtímabil í viðbót sem forseti. Það má minna á í því sambandi að aldrei hefur komið fram „alvöru“ framboð gegn sitjandi forseta á Íslandi. Að því leyti hefur embættið að sumu leyti konunglegt yfirbragð – […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is