Föstudagur 31.12.2010 - 16:22 - Ummæli ()

Árið sem er að líða

Pressan hafði samband við mig og bað mig að svara nokkrum spurningum um árið sem er að líða. Sum svörin áttu að birtast undir nafni en önnur ekki. Ég birti svörin hérna, enda held ég að Pressan sé búin að moða úr þeim – þetta eru bæði svörin sem birtust nafnlaust og svo hin sem […]

Föstudagur 31.12.2010 - 14:35 - Ummæli ()

Fannfergi í New York

Mikill bylur sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna hefur valdið margháttuðum vandræðum. Flugvellir voru lokaðir í meira en sólarhring, ófærð var mikið og í New York er kvartað undan því að seint hafi gengið að moka burt snjó í sumum hverfum. Miklir snjóruðningar eru víða á götum sem fólk þarf að köngrast yfir. Fjöldi bíla festist […]

Föstudagur 31.12.2010 - 02:17 - Ummæli ()

Ólíkar greinar kvikmyndalistarinnar

Nokkuð útbreidd tegund af kvikmyndum er það sem ég hef lært að kalla freeze motherfucker myndir. Ég veit ekki hvar ég heyrði þetta, en ég hef ekki orðið var við að margir aðrir noti það. Nú er komin fram önnur kategóría. Hún varð til þegar ég stakk upp á því við fjölskyldu mína að við […]

Fimmtudagur 30.12.2010 - 16:03 - Ummæli ()

Blöðin og áhrif þeirra

Það er verið að tala um ábyrgð og útbreiðslu Morgunblaðsins. Eins og komið hefur fram hefur lestur blaðsins hrunið, hann mælist ekki nema um 30 prósent. Það sem er eiginlega athyglisverðara er lesturinn meðal yngri hópa – þar er hann algjörlega hverfandi. Mogginn birtir mikið af minningargreinum. Það er kaldhæðnislegt, en í raun má segja […]

Fimmtudagur 30.12.2010 - 13:57 - Ummæli ()

Misheppnuð innrás á bókamarkaðinn

Forstjóri N1 kom af miklum hroka inn á bókamarkaðinn. Talaði um að hrista upp í stöðnuðum markaði með því að selja bækur á bensínstöðvum. Þetta mistókst algjörlega. Bókamarkaðurinn er heldur ekkert staðnaður, hann er mjög lifandi og á honum er grimm samkeppni. Bensínmarkaðurinn er hins vegar algjörlega staðnaður. Eina samkeppnin þar virðist felast í að […]

Fimmtudagur 30.12.2010 - 00:11 - Ummæli ()

Hvað á að gera á gamlárskvöld?

Vorum að skoða hvað við ættum að gera á gamlárskvöld hér í New York. Það er líklega of margt fólk á Times Square. Tékkuðum á siglingu með mat og öllu, en það er kannski verra að vera fastur á bát þegar líður á nóttina. Leituðum áfram á vefnum og fundum loks ómótstæðilegt tilboð – New […]

Miðvikudagur 29.12.2010 - 22:58 - Ummæli ()

Catalina og ruglið

Geysilegar sögur hafa gengið um viðskiptavini vændiskonunnar Catalinu. Og þá ekki endilega um menn sem voru dæmdir fyrir að eiga viðskipti við hana. Heldur kjaftagangur og rugl um alls konar menn, þar sem stundum er jafnvel slegið saman kjaftasögum og allt fer í graut. Mig minnir að í bókinninni um Catalinu segi að hún hafi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is