Mánudagur 31.01.2011 - 23:32 - Ummæli ()

Hvernig á að útfæra samningaleiðina?

Jón Steinsson hagfræðingur í Bandaríkjunum veltir því fyrir sér í pistli á Pressunni hvað væri eðlilegt auðlindagjald ef svokölluð samningaleið verður farin. Því varla er hugmyndinn með þessari leið að afnotin af auðlindinni verði framvegis nánast ókeypis – og það til 65 ára eins og LÍÚ hefur lagt til. Jón skrifar meðal annars: — — […]

Mánudagur 31.01.2011 - 22:16 - Ummæli ()

Julian í heita pottinum

Jenný  Anna Baldursdóttir leggur út af fréttum um að Julian Assange sé sóðalegur. Þetta mun vera komið úr New York Times. Menn eru farnir að leggjast ansi lágt. Ég prísa mig sælan fyrir að í eitt skiptið sem ég hitti Julian var það í heita pottinum í Laugardalslauginni.

Mánudagur 31.01.2011 - 16:27 - Ummæli ()

Njósnatölvan dularfulla

Tölvumaður sem ég hitti í morgun skoðaði með mér myndir af tölvunni sem á að hafa verið að njósna um Alþingi en þær birtust í Mogganum í morgun. Fyrsta orðið sem tölvumaðurinn notaði var „low tech“, hann sagði að þetta væri mjög frumstæður búnaður og í raun væri eins og menn „vildu“ að hann fyndist. […]

Mánudagur 31.01.2011 - 13:24 - Ummæli ()

Hlunnindaleysi

Stjörnuspáin mín i Mogganum í dag segir að ég eigi að búa mig undir að þiggja gjafir, greiða eða hlunnindi. Ekki lýgur Mogginn. Skítt með gjafir og greiða, en það væri ágætt að fá smá hlunnindi. Hef lifað hálfa öld án hlunninda.

Mánudagur 31.01.2011 - 10:35 - Ummæli ()

Menn berjast af meiri hörku fyrir hagsmunum en hugsjónum

Það stefnir í harðar deilur um kvótakerfið. Kemur kannski ekki á óvart að hálaunaðir skipstjórnarmenn skipi sér í lið með LÍÚ. Og það heyrast kunnuglegar raddir, eins og til dæmis frá Sigurði Líndal sem enn einu sinni fer með möntruna um að það sé ekki til neitt sem heiti þjóðareign. Minnir reyndar helst á eitthvert […]

Mánudagur 31.01.2011 - 04:54 - Ummæli ()

Fátækt fólk og forréttindahópar

Ég hef verið að lesa merkilega bók, A People´s History of the United States, eftir blaðamanninn og sagnfræðinginn Howard Zinn. Þarna er saga Bandaríkjanna sögð að neðan, frá sjónarhóli alþýðufólks, og fjallað um sókn þess eftir bættum kjörum, fátækt, lífsbaráttu, kúgun. Goðsagan um Bandaríkin segir frá frjálsbornum mönnum sem stofnuðu þjóð og samfelldri framfarasókn upp […]

Sunnudagur 30.01.2011 - 23:00 - Ummæli ()

Sátt?

Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í fréttum Stöðvar 2 að það sé komin sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem allir sem „skipti máli“ séu sammála um. Í næstu orðum gerir hann þó grein fyrir því að í raun er engin sátt: „Sáttin felst í því að útfæra samningaleiðina sem að allir sem einhverju máli skipta voru […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is