Mánudagur 28.02.2011 - 23:07 - Ummæli ()

New Statesman: Meira af því sama á Írlandi

Fiachra Gibbons skrifar um írsku kosningarnar í New Statesman og segir að munurinn á flokkunum Fienna Fail og Fine Gail sé eiginlega ósýnilegur í augum útlendinga, en hann sé sá helstur að Fine Gael menn hafi ekki verið jafn góðir í spillingunni og vinahyglinni og þeir í Fianna Fail. Því hafi Fianna Fail gengið betur […]

Mánudagur 28.02.2011 - 22:10 - Ummæli ()

Ensku áhrifin

Er að horfa á samklipp úr Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Kanarnir falla alltaf fyrir því sama. Því sem þeir telja vera ensk fínheit og fágun. Maður man eftir A Room With A View, The English Patient, Elizabeth, Shakespeare in Love, The Queen – og núna The King´s Speech. Ágætar myndir sem voru verðlaunaðar á sínum tíma, […]

Mánudagur 28.02.2011 - 14:37 - Ummæli ()

Ofbeldisórar

Þetta er sérstök frásögn á blogginu Freedomfries. Segir frá tveimur mönnum sem magna upp óra um ofbeldi hvor hjá öðrum á Moggablogginu. Minnir reyndar á einn Moggabloggara sem skrifaði og vildi fara að hengja fólk upp í ljósastaura. Ég held honum hafi á endanum verið úthýst þaðan.

Mánudagur 28.02.2011 - 08:23 - Ummæli ()

Helmingur er óráðinn

Skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýnir fremur lélegt fylgi ríkisstjórnarflokka, sem þarf ekki að koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fylgisaukingu sinni, Framsókn er með lítið fylgi og Hreyfingin samasem ekki neitt. Afstaða í Icesavemálinu virðist ekki hafa nein áhrif á þessa skoðanakönnun. En stærstu tíðindin eru eins 0og fyrr áhugaleysi um stjórnmálaflokkana. Það […]

Sunnudagur 27.02.2011 - 19:29 - Ummæli ()

Suze Rotolo – stúlkan á Dylanplötunni

Suze Rotolo er stúlkan sem var með Dylan framan á hinni stórkostlegu plötu The Freewheelin´ Bob Dylan. Hún andaðist á föstudag eftir ströng veikindi. Myndin markaði einhvern veginn tímamót eins og platan, þetta unga fólk sem gekk saman í slabbinu í New York. Hún var aðeins 17 þegar þau hittust, hann 20 ára. Það er […]

Sunnudagur 27.02.2011 - 17:50 - Ummæli ()

Á skjálftavaktinni

Jörðin hér fyrir utan virðist vera farin að hósta upp peningum í jarðskjálftanum. Verst að þetta eru gamlar krónur, en ekki nógu gamlar til að vera verðmætar. Þær lágu hérna fyrir utan í garðinum eftir kippinn í morgun. Eða ég kann ekki aðra skýringu. 50 aur frá 1971, króna frá 1974 og 5 krónur frá […]

Sunnudagur 27.02.2011 - 15:23 - Ummæli ()

Eldgos á Reykjanesi

Hér skrifar Sigurður Sigurðarson, sem er þekktur ferðamaður, um skjálftavirkni á Reykjanesi og veltir fyrir sér mögulegu eldgosi á svæðinu. Sigurður segir að draumspakur maður hafi fullyrt við að eldgos muni brjótast út á Krýsuvíkursvæðinu innan skamms. Ég ætla að geta þess að mig dreymir iðulega að sé farið að gjósa á Reykjanesi. Þetta er […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is