Fimmtudagur 31.03.2011 - 23:08 - Ummæli ()

Jóns Múla tónleikar

Á tónleikum vegna 90 ára afmælis Jóns Múla Árnasonar í kvöld voru flutt nokkur lög eftir hann sem ég hef aldrei heyrt. Þrjú þeirra voru úr ófluttum söngleik sem mér heyrðist að héti Kidnapped eða Mannrán. Það væri gaman að vita meira um þessi lög og hvort meira efni sé til óhljóðritað eftir Jón Múla. […]

Fimmtudagur 31.03.2011 - 10:50 - Ummæli ()

Kurteist fólk

Ég var í sveit í Laxárdal í Dalasýslu þegar ég var strákur. Í kvikmyndinni Kurteist fólk er stelpa á leiðinni í Búðardal – bróðir hennar sem er ofviti hefur látið hana taka með Laxdælu. Svona var þetta hjá mér líka, þegar ég fór fyrst í Dalina var Laxdæla í farangrinum í útgáfu Fornritafélagsins. Pabbi setti […]

Fimmtudagur 31.03.2011 - 08:12 - Ummæli ()

Asni klyfjaður gulli

Við búum í veröld sem er ekkert sérlega réttlát. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um mál tveggja kvenna, Jussanam Dejah frá Brasilíu og Priyanka Thapa frá Nepal. Báðar hafa þær getið sér gott orð á Íslandi, eru góðir borgarar, en samt er mikil tregða í kerfinu við að veita þeim varanlegt landvistarleyfi. Manni finnst það […]

Miðvikudagur 30.03.2011 - 22:42 - Ummæli ()

Vendingar kringum OR

Það eru ýmsar furðulegar vendingar í kringum Orkuveituna. Alfreð Þorsteinsson kemur í fjölmiðla eins og gamall draugur og segir að það sé leikrit að Orkuveitan sé á hausnum. Fyrirtækið hafi verið í góðum rekstri hjá sér. Hanna Birna Kristjánsdóttir var í útvarpinu og það var reiðitónn í rödd hennar. Á henni var að skilja að […]

Miðvikudagur 30.03.2011 - 17:24 - Ummæli ()

Fylgið út um allt

Menn erum mikið að fárast yfir kosningaúrslitum í VR. (Félaginu sem heitir víst Virðing og réttlæti en hét einu sinni Verslunarmannafélag Reykjavíkur.) Ég ætla ekki að leggja dóm á manninn sem vann kosninguna – það virðist samt vera ljóst að byltingin hefur étið börnin sín í VR. Hins vegar er þetta nokkuð einkennileg kosning. Sjö […]

Miðvikudagur 30.03.2011 - 15:07 - Ummæli ()

Takmörkuð frægð

Það er deilt um „tilgangslausar frægðarhórur“ eftir þessa kröftugu grein í Grapevine. En þá er þess að geta að frægð á Íslandi er meira eða minna tilgangslaus. Það þarf ekki mikið til að verða frægur á þessu 300 þúsund manna útskeri. En sá sem er frægur á Íslandi þekkist ekki einu sinni á götu í […]

Miðvikudagur 30.03.2011 - 08:16 - Ummæli ()

Björgólfur og búlgarski síminn

Hér er athyglisverð frétt á búlgarska vefnum novinite.com. Fjallar um dómsmál gegn Viva Ventures, dótturfyrirtæki fjárfestingarsjóðsins Advent International, sem eignaðist 65 prósent í búlgarska ríkissímafélaginu 2004. Þetta er langdregið spillingarmál í Búlgaríu eins og les má í fréttinni, það hafa þegar verið í gangi málaferli vegna þessara viðskipta. Einn þeirra sem tengjast málinu er Björgólfur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is