Laugardagur 30.04.2011 - 21:12 - Ummæli ()

Hringsól

Annan páskadag var ég gestur Magnúsar Einarssonar í þættinum Hringsól á Rás eitt. Við ræddum um Grikkland. Það má hlusta á þáttinn með því að smella hérna.

Laugardagur 30.04.2011 - 15:21 - Ummæli ()

Að kannast ekki við krógann

Það heyrist stundum í umræðum að menn þykjast ekki kannast við hvað nýfrjálshyggja eða neoliberalismi er. Síðastur er Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkunar og núverandi stjórnarformaður Glitnis. Ef hugtakið neoliberalism er gúglað koma 3,160,000 færslur. Meira en þrjár milljónir. Þannig að það er varla erfitt að fræðast um fyrirbærið. Þetta er hugtak sem […]

Föstudagur 29.04.2011 - 23:53 - Ummæli ()

Að uppnefna fólk

Hannes Hólmsteinn skrifaði um daginn að Íslendingar hefðu gaman af því að uppnefna fólk. Ég held reyndar að hann hljóti að vera að fjalla um löngu liðna tíð, því almennt er ekki mikið verið að uppnefna fólk í umræðu á Íslandi. Og yfirleitt eru uppnefnin sem maður heyrir ekki sérlega sniðug eða fyndin. Þó er […]

Föstudagur 29.04.2011 - 17:09 - Ummæli ()

Deilt um landsfund

Það er deilt um hvenær skuli halda landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stafar meðal annars af ágreiningi um hvort skilgreina eigi landsfund sem var haldinn í fyrra sem alvöru landsfund eða auka landsfund. En það er ekki nýtt að hringlað sé með landsfundi. Á hápunkti Davíðstímans frestuðu þeir Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson landsfundum eftir hentugleikum og það […]

Föstudagur 29.04.2011 - 13:53 - Ummæli ()

Eins og í Austur-Evrópu?

Áhrif efnahagshrunsins eru enn að koma fram. Íslenska krónan hrundi gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hún hefur ekki rétt úr kútnum ennþá, og reyndar byggir efnahagsstefnan sem er rekin á því að halda henni lágri svo arðurinn af útflutningsgreinum sé nægur til að greiða skuldir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að ástandið sé að verða eins […]

Föstudagur 29.04.2011 - 10:22 - Ummæli ()

Sjónvarpsbrúðkaup

Kannski er Englendingum vorkunn að fylgjast með konunglega brúðkaupinu í dag. Efnahagsástandið er lélegt, mikill niðurskurður, stjórnmálamennirnir eru lélegir og leiðinlegir – á móti því virkar brúðkaup kóngafólks næstum ævintýralegt. Jafnvel þótt brúðurinn og brúðguminn séu heldur litlaust fólk , jú og prinsinn komi úr fjölskyldu sem er orðlögð fyrir hvað hún er laus við […]

Föstudagur 29.04.2011 - 05:28 - Ummæli ()

Gegn kvíða og kvillum

Það er mjög einkennileg hugmyndafræði sem Lýður læknir lýsir í þessum pistli sínum. Læknavaktin er lögð niður en í staðinn skal fólk reyna að dröslast veikt að næturþeli á sjúkrahús. En eins og Lýður bendir á getur lítil næturheimsókn læknis leyst ýmis vandamál, slegið á kvilla og kvíða. Miðstýringaráráttan í kerfinu hjá okkur Íslendingum er […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is