Þriðjudagur 31.05.2011 - 18:21 - Ummæli ()

Fáránlegt?

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir að sú tillaga Vinstri grænna og Lilju, Ásmundar og Atla að ganga úr Nató sé fullkomlega fáránleg. En hvað er fáránlegt við að vilja ekki vera í hernaðarbandalagi sem fer með hernaði víða um heim, var aldrei samþykkt af Íslendingum í almennri atkvæðagreiðslu og er sífellt að breyta markmiðum […]

Þriðjudagur 31.05.2011 - 12:30 - Ummæli ()

Of fá

Ég get ekki beðið eftir þeim degi að Íslendingar verða hálf milljón. En líklega verð ég ekki lifandi þá. Við erum alltof fá.

Þriðjudagur 31.05.2011 - 09:21 - Ummæli ()

Innantómt tal

27 þjóðir Evrópu eru aðilar að Evrópusambandinu og nokkrar þjóðir bíða inngöngu. Þarna eru lýðræðisríki eins og Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Bretland, Þýskaland, Holland, Belgía – og svo má lengi telja. Það að vilja ganga í Evrópusambandið er ekki trúarbrögð hvað sem formaður Framsóknarflokksins segir, slíkt er bara innantómur frasi. Og það er heldur ekki […]

Þriðjudagur 31.05.2011 - 00:20 - Ummæli ()

Eðlileg tillaga

Vinstri græn ásamt Lilju, Ásmundi og Atla leggja fram tillögu um úrsögn Íslands úr Nató. Ég hef áður sagt að það sé ekkert óeðlilegt að látið sé á þetta reyna. Íslendingum var troðið inn í Nató á sínum tíma með afskaplega ólýðræðislegum hætti. Líklega var þá ekki meirihluti þjóðarinnar fyrir inngöngunni. Nató var í Kalda […]

Mánudagur 30.05.2011 - 14:19 - Ummæli ()

Myndin sem vantaði

Lesandi síðunnar brást skjótt við og sendi mér myndina áhrifamiklu af vatnsberunum sem ég nefndi í síðasta pistli. Það er horft niður Bóklöðustiginn í átt að Lækjargötu. Takið eftir skólprennunni sem er vinstra megin á myndinni. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana, og þá sjást betur tötrar þessa fólks.

Mánudagur 30.05.2011 - 13:51 - Ummæli ()

Vatnsberar

Ég finn ekki áhrifamestu ljósmyndina sem til er af vatnsberum í Reykjavík. Hún er tekin við Íþöku, bókhlöðu Menntaskólans, og sýnir gama konu og karl í tötrum silast upp Bókhlöðustiginn með vatn í ílátum. Þetta er ein áhrifamesta ljósmynd sem til er á Íslandi. Og ég fór að hugsa um hana þegar sá að deilt […]

Mánudagur 30.05.2011 - 11:04 - Ummæli ()

Ólöglegur ávinningur verndaður

Arnar Jensson, sem hefur starfað sem lögreglumaður á ýmsum vettvangi, sendir stjórnlagaráði merkilegt erindi. Hann bendir á að eignarréttarvernd á Íslandi séu sterkari en annars staðar og því njóti ólöglegur ávinningur meiri verndar. Arnar skrifar í bréfi sínu: „Að mínu áliti, svo og ýmissa annarra sem ég hef rætt þetta við (bæði Íslendinga og erlendra […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is