Fimmtudagur 30.06.2011 - 22:01 - Ummæli ()

Norðmenn verða áfram vellauðugir

Ekkert bendir til annars en að Noregur verði áfram eitt allraríkasta land í heimi. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar greinargóða grein um það hér á Eyjuna hvernig Norðmenn og Rússar eru að skipta á milli sín Barentshafinu. Þar er mikið af gasi og olíu sem mun áfram stuðla að hinum feiknargóðu lífskjörum í Noregi. Norðmenn þurfa […]

Fimmtudagur 30.06.2011 - 17:49 - Ummæli ()

Pyrrosarsigur

Það er talað um að gríska stjórnin hafi í dag unnið Pyyrrosarsigur. Það er búið að samþykkja neyðarlögin sem ganga út á niðurskurð, skattahækkanir og sölu ríkisfyrirtækja. Grikkland getur þá fengið frekari efnahagsaðstoð frá ESB og IMF. Það er semsagt búið að bjarga málum fyrir horn – í bili. Í raun hefur vandanum eingöngu verið […]

Fimmtudagur 30.06.2011 - 13:27 - Ummæli ()

Þrjár konur gegn Sarkozy

Eva Joly færðist í gær skrefi nær því að verða frambjóðandi í forsetakosningunum frönsku. Þá voru greidd atkvæði milli þeirra sem sækjast eftir útnefningu hjá flokki græningja. Eva Joly hlaut næstum hreinan meirihluta í fyrri umferð. Hún hlaut 48,7 prósent atkvæða, en sjónvarpsstjarnan Nicholas Hulot hlaut 40,2 prósent. Kosið verður á milli þeirra 12. júlí. […]

Fimmtudagur 30.06.2011 - 08:23 - Ummæli ()

Skilja dómarar ekki?

Eva Joly varaði við því á sínum tíma að dómarar skildu ekki efnahagsglæpi. Þeir væru vanari að fást við smáþjófa. Þeim þætti líka erfitt að dæma menn sem þeir litu á sem eins konar jafningja sína. Þess vegna þyrfti málatilbúnaðurinn að vera þannig að einfaldasti dómari skildi hann. Dómurinn í Exetermálinu vekur furðu margra. Málið […]

Miðvikudagur 29.06.2011 - 21:33 - Ummæli ()

Öfugmæli

Það er eiginlega alveg einstakt að snúa málunum þannig á hvolf að segja að háir verndartollar séu góðir fyrir neytendur. Flest bendir til þess að aðild að Evrópusambandinu verði hagfelld fyrir sauðfjárbændur. Mjólkurbændur þurfa litlu að kvíða – þeir hafa ákveðna vernd sem felst í fjarlægð frá meginlandi Evrópu. Grænmetisbændur gætu mætt harðari samkeppni – […]

Miðvikudagur 29.06.2011 - 17:05 - Ummæli ()

Landakot

Því fjölgar enn fólkinu sem stígur fram og segir sögur af framferði stjórnenda Landakotsskóla á árum áður. Ég er alinn upp í Vesturbænum, gekk í Vesturbæjarskólann sem þá var á Öldugötu – var þá yfirleitt kallaður Öldugötuskóli. Það var sérlega indæll skóli. Við krakkarnir þar vorkenndum börnunum í Landakotsskóla. Börn eru býsna nösk. Maður fann […]

Miðvikudagur 29.06.2011 - 14:10 - Ummæli ()

Mótmælaþreyta í Grikkland

Niðurskurðarpakkinn var samþykktur í gríska þinginu áðan – og seinni hluti áætlunarinnar verður til umfjöllunar á morgun. Það er tímabundinn léttir fyrir Evrópusambandið. Síðasta niðurskurðarplan gekk ekki eftir – og fæstir vænta mikils árangurs af þessum aðgerðum. Fyrr eða síðar verður að afskrifa eitthvað af skuldum Grikklands. Þrátt fyrir miklar fréttir í heimspressunni eru mótmælaaðgerðirnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is