Föstudagur 30.09.2011 - 21:33 - Ummæli ()

Hvernig mótmæli?

Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður forsætisnefndar Alþingis, segir að það komi mótmælum ekkert við að þingsetning skuli vera í fyrramálið en ekki eftir hádegið. Vefurinn Smugan skýrir frá þessu. Það skiptir varla öllu máli varðandi mótmæli hvort þingsetningin er klukkan 10 að morgni eða klukkan 2 eftir hádegi. Ef fólk vill mótmæla, þá kemur það. Einhver […]

Föstudagur 30.09.2011 - 12:46 - Ummæli ()

Aflvana ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er að heykjast á kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar. Vestfirðingarnir Lilja Rafney úr VG og Ólína úr Samfylkingu eru að setja fram tillögur þar sem eiga að koma í staðinn fyrir frumvarpið. Fyrir ríkisstjórn er þetta náttúrlega meiriháttar ósigur, að einu stefnumáli hennar sé stefnt í algjört óefni vegna þess að ráðherra lagði fram frumvarp sem […]

Föstudagur 30.09.2011 - 09:52 - Ummæli ()

Afglapar

Ég er að lesa nýja bók Michael Lewis sem nefnist Boomerang: Travels in the New Third World. Hann fjallar mikið um Ísland. Það er ekki beint upplífgandi. Lewis trúir því ekki að Ísland hafi einungis fallið vegna þess að Lehman féll eða vegna þess að einhverjir hafi gert samsæri gegn landinu, nei, hann lýsir íslenskum […]

Fimmtudagur 29.09.2011 - 22:39 - Ummæli ()

Fyrir vestan

Við erum komin heim starfsfólk Kiljunnar eftir frábæra daga á Vestfjörðum. Tókum upp efni sem tengist sagnabálki Jóns Kalmans Stefánssonar – hann lokar honum nú í haust. Fórum í skrítna og skemmtilega bókabúð á Flateyri. Skoðuðum gömul hús og hlustuðum á sögur frá Ísafirði af vörum Sigurðar Péturssonar sagnfræðings. Hann er manna fróðastur um bæinn […]

Fimmtudagur 29.09.2011 - 13:13 - Ummæli ()

Pólitísk upplausn

Það er skringilegt ástand í landinu á þessu hausti. Þing er að hefjast á laugardag og það er boðað til mótmæla. Þau hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum, svo kannski má búast við fjölda fólks. Fjárlög eru væntanleg í þingbyrjun – þar er að vænta niðurskurðar og skattahækkana. Það verður stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar næstu vikurnar […]

Fimmtudagur 29.09.2011 - 10:50 - Ummæli ()

Tölvuleikir og lestur

Það eru nöturlegar staðreyndir sem sjá má úr skýrslunni sem segir að fjórðungur 15 ára drengja virðist ekki geta lesið sér til gagns eða aflað sér upplýsinga í gegnum lestur. Það má sjálfsagt finna ýmsar skýringar á þessu í skólakerfinu og heimilunum. En ein breyta er sjaldnast nefnd og það eru tölvuleikir. Drengir stunda tölvuleiki […]

Fimmtudagur 29.09.2011 - 08:36 - Ummæli ()

Verst að búa í Bretlandi

Guardian segir frá könnun sem leiðir í ljós að af tíu þróuðustu ríkjum í Evrópu sé verst að búa á Bretlandi. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika eru lífsgæðin meiri á Írlandi, Ítalíu og Spáni. Best er samkvæmt könnuninni að búa í Frakklandi. Þarna spila ýmsir þættir inn í, kaupmáttur, eftirlaunaaldur, skólakerfi, heilbrigðisþjónusta, glæpir – og veður.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is