Mánudagur 31.10.2011 - 19:43 - Ummæli ()

Mannorðið

Einhvern veginn er það svo að flestir sem undanfarið hafa kvartað yfir mannorðsmorðum hafa verið einfærir um að týna mannorðinu sjálfir.

Mánudagur 31.10.2011 - 15:02 - Ummæli ()

Gagnleg samkoma

Í Silfrinu í gær lýsti Paul Krugman yfir stuðningi við Occupy hreyfinguna. Hann sagðist hafa haldið að hlutirnir myndu breytast eftir áfallið 2008, en það hafi þeir ekki gert. Krugman sagði að verðtryggingin á Íslandi væri mistök – hún væri andfélagsleg. En um íslensku krónuna sagði hann að hún hefði verið gagnleg. Verðtryggingin hægði hins […]

Mánudagur 31.10.2011 - 00:27 - Ummæli ()

Úr Silfri gærdagsins

Hér eru viðtöl og efni úr Silfri Egils í dag. Fyrst er Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins: Næst kemur Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics: Simon Johnson er einn virtasti hagfræðingur í heimi, hann er prófessor við MIT í Bandaríkjunum: Þá kemur Nóbelsverðlaunahafinn og dálkahöfundurinn Paul Krugman: Og loks eru hér brot úr […]

Sunnudagur 30.10.2011 - 22:11 - Ummæli ()

Hollywood og þrívíddin

Þrívíddartæknin sem er notuð í kvikmyndahúsum er fremur ófullkomin. Og ekki er hún beinlínis ný af nálinni. Þvívíddarmyndir voru gerðar á sjötta áratugnum en fólki þótti þær ekki spennandi og þær duttu uppfyrir um langa hríð. Þar til kvikmyndaiðnaðurinn var orðinn örvæntingarfullur vegna ólöglegs niðurhals og þjófnaðar á kvikmyndum og leitaði leiða til að bjóða […]

Sunnudagur 30.10.2011 - 10:36 - Ummæli ()

Silfrið í dag: Krugman og fleiri

Silfur Egils verður að talsverðu leyti helgað ráðstefnunni miklu sem haldin var í Hörpu á fimmtudaginn. Við heyrum í Nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman, Willem Buiter sem er aðalhagfræðingur Citybank en var áður prófessor við London School of Economics – hann skrifaði fræga skýrslu um íslenska hagkerfið áður en það hrundi – Simon Johnson, sem er prófessor […]

Sunnudagur 30.10.2011 - 08:55 - Ummæli ()

Að skattleggja skyndigróða í útflutningi

Það var talað um það á hagfræðiráðstefnunni í Hörpu er að leggja skatt á útflutningsfyrirtæki vegna skyndigróðans sem þau fengu þegar krónan féll. Á ensku nefnist þetta windfall tax. Meðal þeirra sem sögðust ekki skilja að þetta hefði verið gert er hinn þekkti sósíalisti Martin Wolf. Nei, annars, ehemm, hann er víst ekki vinstrimaður – […]

Laugardagur 29.10.2011 - 21:09 - Ummæli ()

Plan B í Bretlandi

Það er víðar að lagt er fram plan B en á Íslandi. Hundrað breskir hagfræðingar skrifa opið bréf til Georges Osborne fjármálaráðherra og hvetja hann til að hverfa frá efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í Bretlandi í sautján ár og hagvöxtur er nánast enginn. Hagfræðingarnir leggja til að horfið sé frá niðurskurði svo […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is