Sunnudagur 30.10.2011 - 22:11 - Ummæli ()

Hollywood og þrívíddin

Þrívíddartæknin sem er notuð í kvikmyndahúsum er fremur ófullkomin. Og ekki er hún beinlínis ný af nálinni. Þvívíddarmyndir voru gerðar á sjötta áratugnum en fólki þótti þær ekki spennandi og þær duttu uppfyrir um langa hríð.

Þar til kvikmyndaiðnaðurinn var orðinn örvæntingarfullur vegna ólöglegs niðurhals og þjófnaðar á kvikmyndum og leitaði leiða til að bjóða upp á eitthvað í bíóhúsum sem ekki væri hægt að sjá heima.

Þá var þrívíddartæknin dregin upp aftur. Hún felur ennþá í sér að maður þarf að setja á sig gleraugu, vegna þeirra sér maður myndirnar ekkert sérstaklega vel, manni verður oft hálf óglatt að horfa á þvívíddina – enda er flogaveiku fólki ráðlagt að forðast hana.

James Cameron er sagður vera að endurgera Titanic í þrívídd – hann þarf ekki að taka myndina upp aftur, þetta er einfaldlega gert í tölvum. En hvort það bætir einhverju við verkið að sjá Titanic sökkva í þrívídd – kannski er það – en tilhugsunin að sitja í þrjá og hálfan tíma með þvívíddargleraugu er erfið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is