Laugardagur 31.12.2011 - 14:20 - Ummæli ()

Örþreytt önd

Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar á heimasíðu sína að ríkisstjórnin sé eins og lömuð önd – og að henni sé haldið í öndunarvél. Í sálmi í sálmabókinni er lína sem mér er minnisstæð: „Ég kom til þín ein örþreytt önd.“ Annars er spurning hvers endur eiga að gjalda, flestum er líklega mun […]

Laugardagur 31.12.2011 - 11:02 - Ummæli ()

Forsetinn og framhaldið

Það verður að teljast líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson skýri frá því í áramótaávarpi sínu hvort hann ætlar að sækjast eftir því að sitja áfram sem forseti. Annað væri eiginlega ókurteisi, það er ekki einkamál Ólafs hvort hann vill vera áfram í embættinu, enda verður að teljast líklegt að einhverjir séu að hugsa sér til […]

Laugardagur 31.12.2011 - 03:41 - Ummæli ()

Jón og sjálfsmyndin

Ég skrifaði fyrr í dag að fyrir Jóni Bjarnasyni hefði ráðherradómurinn verið eins og spegill sem hann gat horft á sjálfan sig í. Nú segir Jón, þegar hann er að missa ráðherraembættið, að brjótist út fögnuður í Brussel. En hver í Brussel ætli hafi áhuga á Jóni?

Föstudagur 30.12.2011 - 22:59 - Ummæli ()

Djörf pólitísk skák

Hrókeringar Jóhönnu og Steingríms eru pólitísk skáklist á háu stigi. Fyrir áhugamenn um stjórnmálafléttur er gaman að fylgjast með þessu – maður veit svosem ekki hvort þetta breytir einhverju um stefnu stjórnarinnar, en það verða gerðar miklar kröfur til Steingríms í atvinnuvegaráðuneytinu. Það er stór yfirlýsing af hans hálfu að hann skuli setjast þangað inn. […]

Föstudagur 30.12.2011 - 15:39 - Ummæli ()

Uppnám í Samfylkingunni

Eins og ég nefndi í fyrri pistli verður óvenjulegur fjöldi fyrrverandi ráðherra í stjórnarliðinu ef fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni ganga eftir. Þetta er það sem kallast stjórnunarvandi. Ráðherrum á Íslandi er tamt að líta á ráðuneyti sem lén sín, eign sína. Þeir verða stjörnuvitlausir ef hróflað er við þeim, það er eins og að missa […]

Föstudagur 30.12.2011 - 13:49 - Ummæli ()

Hrist upp í stjórninni

Áform Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar eru athyglisverð – og kannski ekki svo út í bláinn. Það er merkilegt ef hinn öflugi Steingrímur J., sterkasti maðurinn í ríkisstjórninni, ætlar að setjast í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Í því hljóta að felast skilaboð um að gera eigi skurk í uppbyggingu atvinnuveganna. Steingrímur sem formaður annars stjórnarflokksins tekur […]

Fimmtudagur 29.12.2011 - 08:51 - Ummæli ()

Umsvifamiklir kaupfélagsmenn

DV hefur verið að flytja fréttir af Kaupfélagi Skagfirðinga sem er mikið veldi heima í héraði, innan landbúnaðarkerfisins og í fjármálavafstri á landsvísu með einn helsta umsýslumann landsins, Þórólf Gíslason, í forsvari. Þórólfur var stjórnarformaður hins dularfulla félags Giftar á árunum fyrir hrun. Eins og kunnugt er töpuðust miklir peningar í því félagi – og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is