Þriðjudagur 31.01.2012 - 15:18 - Ummæli ()

Viltu ekki bara skjóta þig strax?

Það er rætt um verslunareinokun. Fræg er sagan af framleiðandanum sem kemur til forstjóra stórrar verslunarkeðju á Íslandi. Segir við hann að hann geti þetta ekki lengur, það sé ómögulegt að veita verslunarkeðjunni svo mikinn afslátt – hann hafi í raun ekki efni á að selja vörur til hennar lengur. En um viðbrögð forstjórans er […]

Þriðjudagur 31.01.2012 - 12:26 - Ummæli ()

Mammon á Sæbraut

Hallgrímur Helgason skrifar grein um Vafningsmálið. Í henni eru ýmsar áleitnar spurningar um það sem var á seyði í viðskipta- og efnhagslífinu árið 2008. Jú, greinin er umdeild og það eru ýmsar ástæður fyrir því. En það var strax farið að hjóla í persónu Hallgríms – hann er kallaður „brjóstmylkingur“ útrásarinnar, hvað sem það þýðir. […]

Þriðjudagur 31.01.2012 - 00:46 - Ummæli ()

Boðsferðir eru ekki nýnæmi

Það er dálítið spaugilegt þegar því er haldið fram að boðsferðir til útlanda sé eitthvað sem var fundið upp þegar Íslendingar fóru að nálgast Evrópusambandið. Árum og áratugum saman var meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu veran í Nató og vináttan við Bandaríkin. Í tengslum við þetta voru stanslausar boðsferðir bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Undirritaður játar að […]

Mánudagur 30.01.2012 - 19:29 - Ummæli ()

Ríkið getur varla samþykkt launahækkun til bankastjórans

Ríkisstjórnin getur tæplega látið það eftir bankastjóra og bankastjórn Landsbankans að hækka laun bankastjórans. Þetta er reyndar orðið mjög dramatískt, það er talað um að Steinþór Pálsson þurfi hætta eða minnka við sig vinnuna vegna þess hvað launin eru léleg. Þarf hann þá kannski að fá sér kvöldvinnu? Það hefur reyndar komið fram að enginn […]

Mánudagur 30.01.2012 - 15:59 - Ummæli ()

Sjúkt athæfi

Það er sjálfsagt mál að rísi moska á Íslandi ef einhver vill byggja hana – það eina sem ég gerði eitt sinn fyrirvara við var að það ætti að vera ljóst hvaðan peningar til slíkrar byggingar koma. Það er vitað að ofstækisfullir múslimar í Saudi-Arabíu hafa fjármagnað moskubyggingar víða um heim – það verður að […]

Mánudagur 30.01.2012 - 12:28 - Ummæli ()

Við þangað…

Risavaxið smástirni er sagt vera á leið framhjá jörðinni. Það er úr gulli – í smástirninu er meira gull en hefur verið unnið á jörðinni frá upphafi vega. Gullið er sagt vera virði tuttugu þúsund milljarða dollara. Við í fjölskyldunni erum á leiðinni út úr húsinu að vita hvað við getum gert. Reyndar gæti vandinn […]

Mánudagur 30.01.2012 - 11:37 - Ummæli ()

Um hvítflibbaglæpi

Hér er viðtal úr Silfri gærdagsins, Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, ræðir um hvítflibbaglæpi, viðhorf til þeirra, áhrifin af þeim og hvernig gengur að rannsaka slík brot. Þökk sé Láru Hönnu.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is