Miðvikudagur 29.02.2012 - 21:55 - Ummæli ()

Útivist kúa

Ég hef komið inn í róbotafjós – ég get ekki sagt að það séu heillandi staðir. Bóndinn í Botni getur haldið sínum skepnum inni árið í kring. En þá vil ég fá mjólkina merkta þannig að öruggt sé að ekki dropi frá honum komi inn á mitt heimili. Það er mitt val og ég er […]

Miðvikudagur 29.02.2012 - 17:31 - Ummæli ()

Ætlar Framsókn að taka upp Kanadadollar?

Framsóknarfélag Reykjavíkur auglýsir ráðstefnu um upptöku Kanadadollars á laugardaginn. Meðal þeirra sem ávarpa samkomuna eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Alan Bones, sendiherra Kanada. Óneitanlega athyglisvert – sérstaklega nærvera sendiherrans.

Miðvikudagur 29.02.2012 - 10:03 - Ummæli ()

Selfoss, Oddný Eir, Reykvíkingar

Í Kiljunni í kvöld förum við á Selfoss og hittum Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðing og skjalavörð. Gunnar hefur nýskeð gefið út bók sem nefnist einfaldlega Selfoss, hún inniheldur ljósmyndir eftir hann og textabrot sem tengjast bænum með einum og öðrum hætti. Myndin sýnir enga sérstaka glansmynd af Selfossi, enda eru einkunnarorð bókarinnar komin úr lagi […]

Þriðjudagur 28.02.2012 - 20:28 - Ummæli ()

Vandræði vegna uppsagnar Gunnars

Flestir sem til þekkja segja að stjórn Fjármálaeftirlitsins sé í talsverðum vandræðum vegna uppsagnar Gunnars Andersen. Uppsögnin þykir lagalega á mjög hæpnum forsendum og hljótist af því dómsmál eru allar líkur á að Gunnar myndi vinna það. Þá væri sjálfhætt fyrir stjórnina. Hún þykir standa mjög tæpt. Uppi eru vangaveltur um að stjórnin hafi misreiknað […]

Þriðjudagur 28.02.2012 - 18:05 - Ummæli ()

Litlar refsingar við grófu ofbeldi

Sífellt vekur furðu hversu dómar fyrir gróft ofbeldi eru vægir á Íslandi. Þrír menn eru dæmdir fyrir að misþyrma grískum ferðamanni í Bankastræti. Árásin var algjörlega tilefnislaus. Þetta byrjaði með því að þeir vildu neyða hann til að drekka áfengi úr flösku, en hann vildi ekki þiggja. Það er sagt að þeir hafi ítrekað sparkað […]

Þriðjudagur 28.02.2012 - 14:23 - Ummæli ()

Fer einhver í Ólaf Ragnar?

Það er þetta með forsetaframboð. Það er ekki auðvelt að taka af skarið og bjóða sig fram eftir að sami forsetinn hefur setið í sextán ár. Það er afskaplega lítil reynsla sem hægt er að byggja á – og það er svo stóreinkennilegt að aldrei í sögu lýðveldisins hefur komið fram alvöru framboð gegn sitjandi […]

Þriðjudagur 28.02.2012 - 13:03 - Ummæli ()

Ljótur listi

Bókin Karlar sem hata konur fjallar um karlmenn sem drepa konur, nauðga þeim og gera þeim allt til miska. Að nota þetta sem yfirskrift á lista um menn sem hafa gerst sekir um óvarleg, heimskuleg eða ruddaleg ummæli á Facebook – það er í besta falli smekklaust. Að hata er býsna þungt orð og á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is