Fimmtudagur 31.05.2012 - 23:48 - Ummæli ()

Hátt skráður Kanadadollar

Umhugsunarvert fyrir þá sem vilja taka upp Kanadadollar. Nú geisar umræða í Kanada um að dollarinn sé orðinn alltof sterkur. Sá sem hefur kveðið fastast að orði um þetta er Tom Mulcair, formaður NDP, sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðunni. Mulcair segir að olíuiðnaðurinn í vesturhluta Kanada keyri upp gengi dollarans – og að það […]

Fimmtudagur 31.05.2012 - 10:10 - Ummæli ()

Evrukrísan og innistæðutryggingar

Evran riðar til falls – fjármagn sogast ekki bara burt frá Grikklandi heldur leitar það líka frá löndum eins og Spáni, Portúgal og Ítalíu í öruggara skjól í Norður-Evrópu. Ástandið er að verða þannig að hvert land er farið að hugsa meira um hagsmuni sína en Evrópu, þetta gæti snúist upp í einhvers konar viðskiptastríð […]

Fimmtudagur 31.05.2012 - 06:02 - Ummæli ()

Að borga sig inn á náttúruundur

Í gær fór ég í einn frægasta þjóðgarð í heimi, Banff þjóðgarðinn í Albertafylki í Kanada. Þetta er í Klettafjöllunum, náttúrufegurðin er einstök, fjöllin bera nafn með rentu, þau eru feikilega grýtt, barrskógur teygir sig langt upp í hlíðarnar, tindarnir eru snævi þaktir, inn á milli eru fjallavötn – ísa hefur enn ekki almennilega leyst […]

Miðvikudagur 30.05.2012 - 14:41 - Ummæli ()

Jón við þinghúsið

Við þinghús Manitobafylkis í Winnipeg eru tvær styttur mest áberandi, annars vegar af Viktoríu drottningu og hins vegar af Jóni Sigurðssyni.

Miðvikudagur 30.05.2012 - 00:38 - Ummæli ()

Framtíðartækifærin

Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld var meðal annars rætt um framtíðartækifæri Íslands, þar var minnst á olíuvinnslu á Drekasvæðinu og siglingar um íshafið. Nú vil ég ekki vera maðurinn til að draga úr bjartsýni – það er gaman þegar örlar á henni á Alþingi – en það er ekki alveg víst að þessi tækifæri […]

Þriðjudagur 29.05.2012 - 14:07 - Ummæli ()

Skoplegar hliðar krísunnar

Guardian birtir frábæra seríu af skopmyndum eftir teiknarann Kipper Williams  – hann veltir fyrir sér ýmsum hliðum efnahags- og evrukreppunnar, og ekki síst hvernig hún birtist í löndum eins og Grikklandi og Írlandi.

Þriðjudagur 29.05.2012 - 13:09 - Ummæli ()

Línur dregnar

Það var athyglisvert að sjá hvaða leið Þóra Arnórsdóttir fór við opnun kosningamiðstöðvar sinnar í gær. Skoðanir hennar á forsetaembættinu hafa verið mjög á reiki, en þarna tók hún mjög íhaldssama afstöðu – hún stillti sér beinlínis upp við hlið Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Um leið segir hún að Ólafur Ragnar Grímsson sé ógn […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is