Laugardagur 30.06.2012 - 22:14 - Ummæli ()

Lélega kjörsóknin, einfaldar skýringar

Getur verið að léleg kjörsókn hafi tiltölulega einfaldar skýringar? Að frambjóðendurnir séu ekki sérlega spennandi? Að kjósendur skilji að forsetakosningar hafa mátulega mikla þýðingu? Og að nú er hásumar og mikil ferðahelgi? Það er í raun algjör tímaskekkja að hafa kosningar á þessum tíma – eins og kveðið er um í sjálfri stjórnarskránni. Engum myndi […]

Laugardagur 30.06.2012 - 08:52 - Ummæli ()

Beðið eftir að 2008 komi aftur

Kreppur eru af ýmsu tagi – og sú sem höfum verið að upplifa er eins sú skæðasta. Miðað við tapið er Ísland að komast furðu vel út úr kreppunni, flestöllum ber saman um það. Slæmar efnahagshorfur í Evrópu geta þó ógnað batanum. En hér er kominn góður hagvöxtur og svo virðist verða áfram næstu árin. […]

Föstudagur 29.06.2012 - 22:45 - Ummæli ()

Syngjandi lögreglumaður

Það getur verið að Grikkir séu í kreppu, en þeir kunna að njóta lífsins betur en flest fólk sem býr norðar í Evrópu. Hér á eyjunni eru allir saman, ungir og gamlir – það er fjarskalega mikið langlífi hér og gamla fólkið situr úti á torgum. Börnin hlaupa um og eru í bolta- og búðarleikjum […]

Föstudagur 29.06.2012 - 22:34 - Ummæli ()

Skemmtilegar Kvosartillögur

Tillögur arkitektanna Þorsteins Helgasonar og Gunnars Arnar Sigurðssonar eru mjög áhugaverðar. Þeir taka reitinn milli Austurvallar og Ingólfstorgs og vilja byggja hann upp á nýtt. Það verður að segjast eins og er að nú er þetta svæði í niðurníðslu. Það er líka skemmtileg hugmynd að vilja byggja á suðurhluta Ingólfstorgs, þar sem áður var Hallærisplanið […]

Föstudagur 29.06.2012 - 08:57 - Ummæli ()

Yfirburðir Ólafs Ragnars

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur tók saman myndina hér að neðan og setti á Facebook – ég leyfði mér að taka hana þaðan. Endurkjör Ólafs Ragnars virðist næsta öruggt og svo hefur verið nokkra hríð. Eftir kosningarnar munu menn leita skýringa á því hvers vegna Ólafur Ragnar nær að höfða svona til þjóðarinnar. Við lestur Facebook […]

Föstudagur 29.06.2012 - 08:25 - Ummæli ()

Háar arðgreiðslur

Eins og sjá má á þessari frétt úr Viðskiptablaðinu hafa háar arðgreiðslur tíðkast til eigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum – sem nú segir upp fólk að sögn vegna auðlindagjalds. Arðgreiðslurnar virðast að einhverju leyti hafa farið í að greiða skuldir félaga sem eiga hluti í Vinnslustöðinni, Seilu og Stillu sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar úgerðarmanns, […]

Fimmtudagur 28.06.2012 - 15:38 - Ummæli ()

Hálfgildings kóngur (eða drottning)

Þóra Arnórsdóttir gerir að umtalsefni að Ólafi Ragnari Grímssyni sé tamt um að tala um sig í þriðju persónu. Þetta er nokkuð sem ég hef margoft vakið athygli á, en ég hef ekki orðið var við að aðrir hafi tekið það upp. Ólafur segir gjarnan „forseti“ eða „forsetinn“ þegar hann talar um sjálfan sig. Stundum […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is