Þriðjudagur 31.07.2012 - 14:49 - Ummæli ()

Tímabundin krónusæla

Nú hefur Seðlabankinn leyft krónunni að styrkjast of mikið. Bankinn lýsir því yfir að hann ætli að hefja stórfelld kaup á evrum á næstu vikum og þá er ljóst að gengi krónunnar mun lækka. Hærra krónugengi er náttúrlega fagnaðarefni fyrir þá Íslendinga sem ferðast til útlanda – og vöruverð ætti að lækka í verslunum, þótt […]

Þriðjudagur 31.07.2012 - 10:36 - Ummæli ()

Romney leggst lágt

Mitt Romney er skrítinn forsetaframbjóðandi. Hann fer til Bretlands og er í tómu tjóni vegna vitlausra yfirlýsinga. Öll breska pressan dregur hann sundur og saman í háði, og það gerir líka borgarstjórinn í London, Boris Johnson, fyrir framan mikinn mannfjölda í Hyde Park. Svo fer hann til Ísraels þar sem hann er að safna peningum […]

Mánudagur 30.07.2012 - 21:36 - Ummæli ()

Kínverjar og langtímahugsunin

Ég hef margsinnis bent á að það sé misskilningur að Kínverjar séu sérstaklega framsýnir – og hugsi aldir fram í tímann. Kínverska keisaradæmið stóð í tvö þúsund ár, en það var vegna þess að ríkið var staðnað – það hefur ekkert með framsýni að gera. Svo hrundi keisaradæmið og við tók langur tími hörmunga, borgarastríð, […]

Mánudagur 30.07.2012 - 15:40 - Ummæli ()

Kosningar og þjóðernishyggja

Þjóðernishyggja verður sennilega mjög ríkjandi í kosningunum á næsta ári. Líklegt að verði talsvert um yfirboð á því sviði – það verður athyglisvert að sjá hvaða leið flokkarnir fara í þessu efni. Nú sjáum við Björn Bjarnason sem borðar hörð pólitísk átök um málefni flóttamanna. Þetta er reyndar sáralítið vandamál á Íslandi – í raun […]

Mánudagur 30.07.2012 - 09:33 - Ummæli ()

Barenboim og West Eastern Divan

Daniel Barenboim hefur síðan 1999 haldið úti hljómsveitinni West-Eastern Divan, þetta er sinfóníuhljómsveit sem samanstendur af ungum hljómlistarmönnum frá Ísrael, Palestínu og Arabalöndum, eða eins og stendur í kynningu hljómsveitarinnar: Ungt tónlistarfólk frá þessum löndum spilar saman fyrir frelsi, jafnrétti og mannvirðingu. Barenboim er hugsjónamaður, unnandi frelsis og mannréttinda – hljómsveitin sýnir að ungt fólk […]

Sunnudagur 29.07.2012 - 16:19 - Ummæli ()

Fiskað í gruggugu vatni

Það eru harðar kosningar í vændum næsta vor. Maður verður að vona að enginn flokkur ætli að fara að gera út á andúð á flóttamönnum og útlendingum eins og hér er boðað. Að lýsa þessu sem „pólitísku átakamáli“ er mjög kaldrifjað – virðist ekki gert í öðrum tilgangi en að fiska eftir atkvæðum í gruggugu […]

Sunnudagur 29.07.2012 - 12:07 - Ummæli ()

Ólympíuleikarnir og NHS

Sérstakur Íslandsvinur heitir Daniel Hannan. Hann hefur túlkað íslenskar bókmenntir á þann veg að Sjálfstætt fólk fjalli um sérstaka frjálsræðishetju, Bjart í Sumarhúsum, sem sé afar góð fyrirmynd. Hannan fór í fyrirlestraferð um Bandaríkin og komst inn á margar sjónvarpsstöðvar ysta hægrisins. Boðskapur hans var sá að breska heilbrigðiskerfið, NHS, væri argasti kommúnismi. Þetta féll […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is