Föstudagur 31.08.2012 - 18:05 - Ummæli ()

Furðuleg samsæriskenning

Evrópuvaktin setur fram furðulega samsæriskenningu um að Ríkisútvarpið hafi sagt upp fréttaritara á Suðurlandi til að spara peninga til að eiga fyrir fréttaritara í Brussel. Hann eigi svo að reka áróður fyrir aðild Íslands. Annar aðalforsprakki Evrópuvaktarinnar notaði styrk upp á margar milljónir sem hann fékk frá Alþingi til að ferðast til Brussel og kynna […]

Föstudagur 31.08.2012 - 13:47 - Ummæli ()

Að kaupa Grímsstaði

156 einstaklingar, víða að úr samfélaginu, birta yfirlýsingu þar sem er skorað á íslenska ríkið að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þarna er Vigdís Finnbogadóttir, Matthías Johannessen, Björk Guðmundsdóttir, Halldór Blöndal, Ragnar Arnalds, Guðni Ágústsson og Hörleifur Guttormsson. En hví ætti ríkið að kaupa þessa jörð fremur en aðrar jarðir á Íslandi? Er það til að […]

Föstudagur 31.08.2012 - 09:40 - Ummæli ()

Langt til vinstri við Bandaríkin

Það er staðreynd að íslensk pólitík er langt til vinstri við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Ég sat eitt sinn boð með þingmanni Sjálfstæðisflokksins og bandarískum kvikmyndaframleiðanda. Kvikmyndaframleiðandinn var forvitinn um íslenska hagi og spurði þingmanninn spjörunum úr. Loks sagði hann: „In my country they would consider you a socialist.“ Í landi mínu værir þú […]

Fimmtudagur 30.08.2012 - 20:11 - Ummæli ()

Óánægja kennara með skóla án aðgreiningar

Bloggarinn og kennarinn Ragnar Þór Pétursson fjallar um stóra viðhorfskönnun meðal grunnskólakennara á síðu sínni sem nefnist Maurildi. Könnunin var gerð af Félagi grunnskólakennara. Ragnar telur að niðurstöðurnar beri vott um þreytu og uppgjöf. Meðal þess sem kemur fram er að einungis 42 prósent kennara hafa jákvætt viðhorf til skóla án aðgreiningar – sem hefur […]

Fimmtudagur 30.08.2012 - 12:46 - Ummæli ()

Fækkun ráðuneyta – gamalt mál margra flokka

Fækkun ráðuneyta hefur lengi verið á döfinni á Íslandi. Ráðuneytin hafa þótt of smá og veikburða. Sum hafa verið alltof höll undir sérhagsmunahópa. Á ríkisráðsfundi í dag verður gengið frá því að ráðherrar verði átta talsins – oft hafa þeir verið tólf, það hefur sjaldnast helgast af nauðsyn heldur er fjöldinn tilkominn vegna þessa að […]

Fimmtudagur 30.08.2012 - 10:38 - Ummæli ()

Ísland og fámennið

Það segir í fréttum að bæjarstjórn Akureyrar velti því fyrir sér hvort breyta eigi Akureyri úr bæ í borg. Ég veit svosem ekki hvernig slíkt fer fram, er það ekki fyrst og fremst huglægt. Akureyri er indæll staður, mjög vinsæll hjá ferðamönnum, en vandinn er sá að íbúatalan hefur ekki vaxið sérlega mikið. Það væri […]

Fimmtudagur 30.08.2012 - 08:09 - Ummæli ()

Þögul miðja

Það virðist allt stefna í að umræðan fyrir næstu kosningar verði á mjög þjóðernislegum nótum. Flokkar munu keppast um yfirboð í þjóðernislegum anda. Sumir í stjórnarandstöðunni munu leggja allt kapp á að beina talinu að ESB, en sumir í stjórnarliðinu vilja fyrir alla muni forðast það – þeir vilja frekar tala um að Ísland sé […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is