Sunnudagur 30.09.2012 - 11:11 - Ummæli ()

Djarfmannlega mælt hjá Össuri

Það var djarft hjá Össuri Skarphéðinssyni að stíga upp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og benda á hið augljósa – að Öryggisráðið er afdankað og úr takti við nútímann. Ég les á vefsíðum manna sem svamla í krónísku svartagalli að þessi framganga Össurar sé ekki sæmandi stjórnmálamanni frá smáþjóð. Við eigum þá væntanlega bara að láta […]

Laugardagur 29.09.2012 - 18:20 - Ummæli ()

Silfrið: Miliband, stjórnarskrárkosningar, framboðsmál

Líkt og áður er komið fram verður einn helsti stjórnmálamaður Bretlands, David Miliband, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Miliband var utanríkisráðherra á árunum 2007 til 2010. Hann og bróðir hans Ed tókust á um formennsku í Verkamannaflokknum í september 2010 og tapaði David naumlega. Flokksþing Verkamannaflokksins hefst einmitt í Manchester á sunnudag. Flokkurinn […]

Laugardagur 29.09.2012 - 09:12 - Ummæli ()

Getur stóriðjan ekki borgað eins og aðrir?

Stóriðjunni í landinu er tæplega vorkunn þó hún haldi áfram að greiða  raforkuskatt sem var lagður á hana eftir hrun – til að aðstoða við að koma íslenska ríkinu aftur á réttan kjöl. Það er stundum eins og þeir sem hafa yfirráð yfir helstu atvinnuvegum landsins telji að almenningur eigi að bera allar byrðarnar – […]

Föstudagur 28.09.2012 - 20:11 - Ummæli ()

Íslensk náttúra, aðskotadýr og -plöntur

Náttúrufræðistofnun Íslands telur að kanínur hafi ekki þegnrétt í íslenskri náttúru – og því ber líklega að útrýma þeim. Það er reyndar spurning hvar eigi að draga mörkin. Við landnám var refurinn eina spendýrið í íslenskri náttúru. Rebbi var kóngurinn. Svo fjölgaði tegundunum, faunan er reynda ekki mjög fjölbreytt. Við höfum húsdýrin hunda, ketti, kýr, […]

Föstudagur 28.09.2012 - 18:26 - Ummæli ()

ESB-andstæðingar herða tökin

Evrópusambandsaðild virðist enn fjarlægjast eftir því sem fleiri hætta á þingi – og aðrir gefa kost á sér. Þeir sem helst hafa verið hlynntir ESB-umsókninni í stjórnarandstöðu eru að hætta, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson í Framsókn. Í staðinn sækjast eftir þingsætum harðir andstæðingar ESB – Brynjar Níelsson , […]

Föstudagur 28.09.2012 - 13:22 - Ummæli ()

Huang Nubo íhugar að byggja H.C. Andersengarð í Óðinsvéum

Hu Xiu Andenshen.  

Föstudagur 28.09.2012 - 07:32 - Ummæli ()

Þjóðmál: Björn og Jakob sækja hart að Guðlaugi Þór

Það er kominn prófkjörstitringur í Sjálfstæðisflokkinn. Í nýju hefti timaritsins Þjóðmálum vekur athygli hversu harkalega er sótt að Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Þarna birtast greinar um stöðu flokksins í aðdraganda kosninga. Ritstjórinn Jakob F. Ásgeirsson hefur áhyggjur af flokknum og segir að mörgum finnist hann ekki hafa gert almennilega upp við „hrunið“ (ritstjórinn setur orðið sjálfur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is