Miðvikudagur 31.10.2012 - 20:42 - Ummæli ()

Alkó

Í Helsinki heyrði ég talsvert af sögum af nafntoguðum rithöfundum, leikurum og listamönnum sem drukku á listamannakrám – og veitingahúsum. Ég borðaði á einu slíku, glæsilegu veitingahúsi sem kallast Elite. Þar er stórmerkileg innrétting frá því rétt fyrir stríð – nánast heil. Sumir fastagestirnir eru þjóðsagnapersónur. Ég náði ekki öllum nöfnunum, einn var skáld og […]

Miðvikudagur 31.10.2012 - 08:37 - Ummæli ()

Í vinnustofu Tove Jansson

Ég fór í gær í vinnustofu og íbúð Tove Jansson í Helsinki. Þegar ég var barn las ég bækurnar um múmínálfana, þær voru þá að koma fyrst út á íslensku. Ég óttaðist dálítið að þetta væru stelpubækur, og fékk því foreldra mína til að gefa systur minni þær. Svo las ég þær sjálfur. Ég hef […]

Þriðjudagur 30.10.2012 - 19:32 - Ummæli ()

Góðir punktar í Íslandsskýrslu

Mér sýnist skýrslan um Ísland frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey vera umhugsunarvert plagg. Það má vera að við höfum vitað margt af þessu, en það er ágætt að fá slíka samantekt. Við vinnum of mikið, en framleiðnin er lítil. Ef við ynnum ekki svona mikið værum við algjör láglaunaþjóð. Arðurinn af orkusölu er alltof lítill. Við þurfum […]

Þriðjudagur 30.10.2012 - 16:53 - Ummæli ()

Ég sótti ekki heldur um

DV skýrir frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi ekki sótt um starf dagskrárstjóra hjá Rúv. Það eru mikil tíðindi, 320 þúsund aðrir Íslendingar sóttu ekki um. Þar á meðal ég – ég sótti ekki um. Ég sótti reyndar um þetta starf fyrir tveimur árum, þá var það reyndar í algjöru bríaríi. Ég held ég […]

Þriðjudagur 30.10.2012 - 13:37 - Ummæli ()

Síðla hausts í Helsinki

Undanfarna daga hef ég dvalið í Helsinki. Ég hef komist að því að Finnar eru ekki þungir og fúlir, heldur er flest fólk sem ég hitti hérna ræðið, gáfað og skemmtilegt. Viðmót þjóna og afgreiðslufólks er líka sérlega gott. Þetta er í annað skipti sem ég kem til Helsinki. Þetta er ekki borg sem heillar […]

Þriðjudagur 30.10.2012 - 05:25 - Ummæli ()

Kristín Marja, Óskar Árni, Bjarni Harðar í Kiljunni

Kristín Marja Baldursdóttir verður gestur í Kiljunni annað kvöld. Hún er að senda frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Kantata. Kristín er með vinsælustu höfundum á Íslandi – og reyndar ná vinsældir hennar langt út fyrir landsteinana. Fáir íslenskir höfundar selja fleiri bækur erlendis en hún. Við hittum Bjarna Harðarson spölkorn fyrir austan Þjórsá og […]

Sunnudagur 28.10.2012 - 23:44 - Ummæli ()

Samfylkingin horfir til hægri með öðru auganu

Þegar haldnar verða kosningar í vor getur Samfykingin litið yfir farinn veg og séð að hún hefur verið næstum sex ár samfleytt í ríkisstjórn. Sumum úr röðum flokksmanna mun þykja þetta nokkuð afrek – Samfylkingin var utan ríkisstjórnar lengi eftir stofnun flokksins og hið sama er að segja um flokkana sem stóðu að henni, þeir […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is