Mánudagur 26.11.2012 - 11:34 - Ummæli ()

Sjálfstæðismenn og sterkir leiðtogar

Það er rétt sem Jónas Kristjánsson segir – Sjálfstæðismenn þrá sterka leiðtoga. Nú velta þeir fyrir sér hvort Hanna Birna Kristjansdóttir sé einn slíkur. Það er ekki pælt sérstaklega mikið í því hvar hún standi í pólítík.

Einn Sjálfstæðismaður, kunningi minn, tjáði mér í gær að „tími hörkupólitíkurinnar“ þyrfti að renna upp aftur þar sem væri lögð áhersla á fá stórmál sem væru keyrð í gegn. Mörgum þætti að flokkurinn hefði verið „of flöktandi“ eftir hrunið.

Þessi góði Sjálfstæðismaður taldi þó að Hanna Birna og Bjarni ættu að vera tvíeyki – ekki fara á móti hvort öðru.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is