Mánudagur 31.12.2012 - 22:04 - Ummæli ()

Áramótakveðja

Halldór Laxness skrifar um það í Atómstöðinni að synir betri borgara hafi haft það að skemmtun að sprengja lögreglustöðina á gamlárskvöld. Eins kynlegt og það kann að virðast, þá var þetta svona í eina tíð. Ungt fólk þyrptist í bæinn á gamlárskvöld og hafði uppi alls kyns óspektir – eins og sjá má í meðfylgjandi […]

Mánudagur 31.12.2012 - 21:11 - Ummæli ()

Gamli sáttmáli – 750 ár

Þetta er eiginlega hálf sorglegt. Pistlahöfundur uppgötvar að á árinu sem er alveg að verða búið eru liðin 750 ár frá Gamla sáttmála. Honum finnst leitt að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr, það hefði mátt nota þetta á ýmsa vegu í umræðunni um pólitík samtímans. Til dæmis með því að kalla samninga við Evrópusambandið Nýja […]

Mánudagur 31.12.2012 - 15:54 - Ummæli ()

Rétt að fylgjast með Íslandi – vegna lýðræðisumbóta

Í Guardian er Ísland nefnt sem eitt af löndunum sem rétt sé að fylgjast með á nýju ári. Það er þar í hópi Ítalíu, Þýskalands, Írans,  Bandaríkjanna, Kenýa, Írlands, Ísraels, Kína og Zimbawe. Í mörgum þessara landa eru kosningar, eins og til dæmis í Ísrael, Þýskalandi og Ítalíu. Óvissa er um úrslit á Ítalíu, líklegt […]

Mánudagur 31.12.2012 - 04:29 - Ummæli ()

Endalok vídeóleiganna

Fyrir þrjátíu árum hófst tími vídeóleiganna. Vídeóleigur voru út um allt. Það var sagt að í Bolungarvík væru fjórar leigur. Í borginni voru þær á hverju horni. Fyrst var náttúrlega litið á þetta sem böl – að allir væru að góna á vídeó í staðinn fyrir að lesa fornsögurnar. Það þótti afar flott að halda […]

Sunnudagur 30.12.2012 - 16:21 - Ummæli ()

Líklegast að Bjarni Ben verði forsætis

Það eru innan við fjórir mánuðir þangað til gengið verður til þingkosninga á Íslandi. Nú um áramótin velta menn sér upp úr atburðum liðins árs – sjálfum finnst mér það ekkert sérlega áhugavert eða skemmtilegt – það er meira spennandi að reyna að ráða í framtíðina. Eins og staðan er núna ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera […]

Sunnudagur 30.12.2012 - 09:57 - Ummæli ()

Afmæli Moggans

Það er sagt að efna eigi til hátíðar vegna hundrað ára afmælis Moggans. Það er ágætur tími til að líta yfir farinn veg – kannski gætu þeir líka gert það í Hádegismóum og séð hvað blaðið er mikil hryggðarmynd. Morgunblaðið var eitt sinn þjóðarblað. Næstu allir Íslendingar sáu það og lásu. Það hafði feikileg áhrif. […]

Sunnudagur 30.12.2012 - 00:52 - Ummæli ()

Framamöguleikar kvenna fyrr á árum

Mynd í sjónvarpinu um Guðrúnu Bjarnadóttur minnti á gamla tíma þegar helstu framamöguleikar kvenna fólust í því að verða fegurðardrottningar eða flugfreyjur. Því ekki urðu þær ráðherrar eða dómarar eða forstjórar – og varla læknar eða lögfræðingar heldur. Málið var að komast í fegurðarsamkeppni eða í flugfreyjuna og giftast ríkum karli. Það voru reyndar ákveðin […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is