Fimmtudagur 28.02.2013 - 15:21 - Ummæli ()

Gullæði á Íslandi

Í fréttum í gær var sagt frá því að íslenskt gullæði væri í uppsiglingu. En þetta eru kannski ekki mikil tíðindi, því gullæði hefur verið í gangi á Íslandi í nokkur ár – í ferðaþjónustu. Nú er spáð að fjöldi túrista á Íslandi fari að nálgast þrefalda íbúatölu þjóðarinnar. Allir sem vettlingi geta valdið reyna […]

Fimmtudagur 28.02.2013 - 12:43 - Ummæli ()

Hrollvekjandi skip

Það er eitthvað heillandi við draugaskip. Hið mannlausa skip Lyubov Orlova er sagt reka stjórnlaust um Norðurhöf – í átt til Íslands og Noregs. Þetta er fjögur þúsund tonna skip, engin smásmíð. Og sagt vera fullt af rottum. Þetta er eins og úr sögu eða kvikmynd, og yfir þessu einhver annarleg, hrollvekjandi fegurð. Ég kom […]

Fimmtudagur 28.02.2013 - 10:18 - Ummæli ()

Varla neitt klámfrumvarp

Ögmundur Jónasson furðar sig á viðbrögðum píratanna Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy við áformum um að takmarka aðgang að klámi á internetinu. Hann segir að Brigitta hafi lýst því yfir að hún myndi sjá til þess að slíkt frumvarp nái ekki fram að ganga – og Smári hafi talað um fasisma og geðveiki í þessu […]

Miðvikudagur 27.02.2013 - 22:30 - Ummæli ()

Enginn þarf að standa við neitt…

Það er spurning hvort ekki sé best að lofa sem minnstu fyrir kosningar. Beppe Grillo sem vann stórsigur í kosningunum á Ítalíu lofaði eiginlega ekki neinu. Það gerði heldur ekki Jón Gnarr í Reykjavík, hann sagði bara einhverja vitleysu. En svo má hafa kosningaloforðin einföld, eins og hjá Berlusconi sem lofaði að borga fólki úr […]

Miðvikudagur 27.02.2013 - 12:38 - Ummæli ()

Sjálfstæðismenn reyna að ná taki á Framsókn

Það gat ekki liðið á löngu áður en Sjálfstæðismenn færu að pota í Framsóknarflokkinn, ekki eftir skoðanakönnunina í gær þar sem sést glöggt að fylgið leitar frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknar. Friðjón R. Friðjónsson, sem er mjög handgenginn forystu flokksins, gefur tóninn í bloggi hér á Eyjunni. Hann birtir mynd af verðandi vinstri stjórn undir forystu […]

Miðvikudagur 27.02.2013 - 00:29 - Ummæli ()

Gleymd Íslandskvikmynd – með Nico

Hér er frekar lítt þekktur kafli úr íslenskri kvikmyndasögu. Leikarinn Pierre Clémenti þvælist víða um land og rekst hér og þar á söng- og leikkonuna Nico. Kvikmyndin heitir La cicatrice interieure – eða Innvortis ör – og er frá 1972. Cleménti, sem var frægur fyrir að leika í myndum eftir menn eins og Bunuel, Visconti […]

Þriðjudagur 26.02.2013 - 19:20 - Ummæli ()

Kiljan: Kirkjur, Emma, og leyndarmál Hanne Vibeke-Holst

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um mikinn bókaflokk sem hefur verið að koma út undanfarna tvo áratugi. Hann nefnist Kirkjur Íslands, en þar er sagt frá kirkjubyggingum og kirkjustöðum víða um landið, sögu þeirra, arkitektúr og listmunum sem þar er að finna.. Við grípum niður í 18. bindið, en þar segir meðal annars frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is