Sunnudagur 31.03.2013 - 13:38 - Ummæli ()

Bandalag gæti breytt kosningabaráttunni

Það virðist vera Dögun sem sækir það einna fastast að mynda kosningabandalag með öðrum nýjum flokkum, Lýðræðisvaktinni og Pírötum. Samningsstaða Dögunar er ekki góð – hún mælist með afar lítið fylgi í skoðakönnunum. Enda eru Píratar, sem hafa mest fylgi nýju flokkanna (að undanskildri Bjartri framtíð), hikandi. Það er ekki nema vonlegt. Mæling Píratanna er […]

Laugardagur 30.03.2013 - 20:22 - Ummæli ()

Gleðilega páska!

Gleðilega páska, allir lesendur síðunnar – nær og fjær! Og nei, þetta er ekki komið frá gyðjunni Ishtar, sbr. Easter, eins og gengur ljósum logum á Facebook. Það er nafnið á hátíðinni á ensku og þýsku. En það voru ekki heimstungumál í fornöld. Páskahátíðin er haldin í gyðingdómi og heitir þar Pesah, en á grísku […]

Laugardagur 30.03.2013 - 15:21 - Ummæli ()

Tvær ásjónur hafnarsvæðisins – sú fjöruga og sú dapra

Myndin er tekin á athafnasvæði Eimskipafélagsins í Reykjavíkurhöfn 1964. Hún birtist á vefnum 101Reykjavík. Á þessum tíma fóru vöruflutningar enn um gömlu höfnina. Þeir voru með gamla laginu, handaflið var notað eða kranar – þarna glittir í kolakranann sem stóð við höfnina frá 1927 til 1968 og var eitt helsta kennileitið í Reykjavík. Fyrsti áfangi […]

Laugardagur 30.03.2013 - 10:09 - Ummæli ()

Páskahelgi á undanhaldi

Föstudagurinn langi hefur tekið stórfelldum breytingum. Í gær var allt opið sem nöfnum tjáir að nefna: Veitingahús, bókabúðin í Austurstræti, sundlaugar, 10/11 – og það voru sýningar í bíóum. Helgin er smátt og smátt að mást af þessum degi – enda er bærinn fullur af túristum. En nú er maður að verða gamall. Og er […]

Föstudagur 29.03.2013 - 10:45 - Ummæli ()

Og ég tók þátt…

Facebook-vinur setti þessa mynd vefinn. Hún skýrir sig sjálf. Þetta er pínu dapurt. En bollinn sá arna verður kannski merkur safngripur, eins og til dæmis að frímerki sem eiga skrítna sögu eða eru með smágalla eru verðmætari en þau heilu.  

Föstudagur 29.03.2013 - 00:01 - Ummæli ()

AK-72: Vigdís, Ásgerður og þróunaraðstoðin

Agnar Kristján Þorsteinsson skrifar á bloggsíðu sína AK-72 um þróunaraðstoð Íslendinga og gagnrýni sem hefur heyrst á hana, frá þingkonunni Vigdísi Hauksdóttur og frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands. Báðar hafa sagt að Ísland sé svo illa statt að það hafi ekki efni á að veita þróunarhjálp: Pistill Agnars er ansi beittur, ég birti […]

Fimmtudagur 28.03.2013 - 18:20 - Ummæli ()

Úr íslenskri kvikmyndasögu: Stórmyndin um Sigurð Fáfnisbana

Ég skrifaði um daginn um frönsku kvikmyndina La cicatrice interieure sem var tekin á Íslandi í kringum 1970. Hún telst vera gleymd Íslandskvikmynd. Hér er önnur – sem er ekki jafn gleymd. Ekki alveg. Þetta er ein mesta stórmynd sem Þjóðverjar höfðu ráðist í, Niflungasaga eða Die Niebelungen, og var sýnd í tveimur hlutum árið […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is