Sunnudagur 30.06.2013 - 22:24 - Ummæli ()

Þungt í mörgum sjálfstæðismönnum, en Stefán nokkuð hress

Það er ekki alveg svo að andstaðan við ríkisstjórnina komi einungis frá þeim sem studdu síðustu ríkisstjórn. Því fer eiginlega fjarri. Maður finnur mjög sterkar efasemdir innan Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið í gær að ríkisstjórnir hafi ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum í annan tíma. Viðskiptablaðið […]

Sunnudagur 30.06.2013 - 12:13 - Ummæli ()

Landsdómur og stjórnarskrárbreytingar

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni að Landsdóm þarf að leggja niður hið bráðasta. Landsdómsmálið gegn Geir Haarde var afar misheppnað. Stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum á ekki að sækja til saka vegna rangrar stefnu eða ákvarðana. Geirist þeir sekir um refsivert athæfi á að reka slík mál fyrir almennum dómstólum. En eins og bent hefur verið […]

Laugardagur 29.06.2013 - 16:29 - Ummæli ()

Gamaldags valdabrölt

Brölt Davíðs Oddssonar í kringum Ríkisútvarpið snýst um valdabaráttu og ekkert annað. Styrkur Davíðs hefur alltaf legið í því að hann er snjall áróðursmaður – það er í raun það sem einkennir allan pólitískan feril hans. Og nú beinir hann spjótum sínum að Ríkisútvarpinu. Hann vill það beinlínis feigt. Öðruvísi var það 2003 þegar Baugsmálið […]

Laugardagur 29.06.2013 - 10:03 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð: Endurreisum Hótel Ísland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra blandaði sér inn í umræðuna um Landsímareitinn í gær þegar hann sagðist telja að ætti að vernda ætti skemmtistaðinn sem kallast Nasa (afsakið, ég höndla ekki alveg að gamalt hús í Reykjavík beri þetta nafn, væri ekki nær að tala bara um Sjálfstæðishúsið.) Sigmundur Davíð, sem er sérfróður um skipulag og […]

Föstudagur 28.06.2013 - 18:13 - Ummæli ()

Gömlu dagarnir á Ríkisútvarpinu

Fyrir rúmum tveimur áratugum íhugaði ég að sækja um vinnu sem fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Ég var boðaður í viðtal. Þegar ég kom að lyftunni í Sjónvarpshúsinu við Laugaveg sá ég Hall Hallsson fara þangað inn. Ég sneri við og fór aftur heim, vissi að var tilgangslaust að fara lengra.. Það hafði kvisast út að […]

Föstudagur 28.06.2013 - 13:32 - Ummæli ()

Viðurstyggð eyðileggingarinnar

Mörg falleg hús hafa verið eyðilögð í Reykjavík, en við höfum líka verið iðin við að skemma inniviði húsa. Mér verður oft hugsað til gamla Mímisbars sem var á Hótel Sögu. Hann var eins og út úr einni af fyrstu James Bond myndunum, með lofti þar sem blikuðu stjörnur. Maður beið eiginlega eftir því að […]

Föstudagur 28.06.2013 - 08:58 - Ummæli ()

Á mála hjá FBI – með tilhneigingu til að ljúga

Það var búinn til ótrúlegur lygavefur í kringum Sigga hakkara þegar FBI kom hingað til Íslands. Það var meira að segja spunnin upp einhver saga um tölvuárás á Stjórnarráðið. Tímaritið Wired segir að þarna hafi verið notaðar aðferðir frá því í baráttunni við skipulega glæpastarfsemi eða jafnvel frá tímanum þegar J. Edgar Hoover var að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is