Miðvikudagur 31.07.2013 - 15:54 - Ummæli ()

Verður hætt við steinsteypukubbinn?

Er einhver alvara í þeim orðum formanns fjárlaganefndar að hætta við byggingu nýs Landspítala? Vigdís er úr Framsóknarflokki, löngum var þetta verkefni mjög á vegum þess flokks og í anda stefnu Framsóknarmanna í heilbrigðismálum. Því Framsóknarmenn áttu heilbrigðisráðherra samfellt í tólf ár, fram til 2007. Lög um byggingu Landspítala voru samþykkt á Alþingi snemma í […]

Miðvikudagur 31.07.2013 - 09:19 - Ummæli ()

Að gefa kúgurum sínum stórgjafir

Gunnar Smári Egilsson skrifaði ágæta grein í Fréttatímann um daginn þar sem hann leitaðist við að sýna fram á hvílíkt rugl það væri að Ísland hefði verið stéttlaust samfélag. Slíkt stenst náttúrlega enga skoðun. Það eru ýmsir fletir á þessari sögu. Einum þeirra velti ég mikið fyrir mér þegar ég var á slóðum vesturfara í […]

Þriðjudagur 30.07.2013 - 23:59 - Ummæli ()

Mávarnir eru plága á Tjörninni

Það hefur lengi verið ljóst að fuglalífið á Reykjavíkurtjörn er í algerri rúst. Mávar drottna yfir lífríkinu þar. Stundum er um að litast eins og í hryllingsmyndinni Birds. Í dag var fjölskylda af ferðamönnum frá Asíu að fóðra mávana – það jók einhvern veginn enn á hryllingsáhrifin. Það hefur samt ekki mátt gera neitt í […]

Þriðjudagur 30.07.2013 - 17:59 - Ummæli ()

Hvað er mikið að marka Tripadvisor?

Ég hef lengi notað vefinn Tripadvisor, og einstaka sinnum skrifað á hann sjálfur. Elsta umsögn mín á Tripadvisor er meira en tíu ára gömul. Ég hef skrifað um staði sem ég hef farið á erlendis, aldrei á Íslandi. Þessi vefur er náttúrlega merkilegur fyrir þær sakir að það eru notendurnir sjálfir sem gefa hótelum, veitingahúsum […]

Þriðjudagur 30.07.2013 - 12:21 - Ummæli ()

Bradley Manning og aðstoðin við óvininn

Dómur yfir Bradley Manning fellur í dag og það er frekar kvíðvænlegt. Ein ákæran á hendur Manning virðist alveg út í hött, og það er sú alvarlegasta – að hann hafi „aðstoðað óvininn“ með gjörðum sínum. En Manning lak upplýsingum í WikiLeaks sem síðar birtust í virtum fjölmiðlum eins og Guardian, New York Times og […]

Þriðjudagur 30.07.2013 - 09:50 - Ummæli ()

Út á sprengjusvæðin

Er Brynjar Níelsson búinn að taka að sér að vera allsherjar nettröll eða er hlutverk hans kannski að prófa hugmyndir sem virka öfgafullar og athuga hvernig þær falla í kramið? Því framganga Brynjars – og að nokkru leyti Vigdísar Hauksdóttur – virðast aðallega til þess fallin að drepa þjóðfélagsumræðunni á dreif, senda hana í óvæntar […]

Mánudagur 29.07.2013 - 21:03 - Ummæli ()

Skuldalækkun í nóvember?

Eygló Harðardóttir segir að í nóvember verði orðið ljóst hvernig skuldalækkunum vegna húsnæðislána – og kannski annarra lána líka? – verði háttað. Eygló skrifar á heimasíðu sína: „Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is