Laugardagur 31.08.2013 - 17:59 - Ummæli ()

Moska í Reykjavík

Þetta er eiginlega alveg rakið, vantar bara turnana (mínaretturnar). Eða er það kannski svona sem sumir halda að þetta verði þegar verður komin moska (þeir segja reyndar margir moskva) í Reykjavík.

Laugardagur 31.08.2013 - 15:07 - Ummæli ()

Flokkur fyrir bullur?

Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona. Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna. Viðskilnaður hennar við Nigel Farage, leiðtoga Ukip, var mjög harður. Hún sagði að Farage væri „stalínískur harðstjóri sem hefði andúð á konum“. Skoðun hans væri sú að konur ættu […]

Laugardagur 31.08.2013 - 10:58 - Ummæli ()

Cohn-Bendit vill hernaðaríhlutun í Sýrlandi

Daniel Cohn-Bendit, helsti leiðtogi stúdentauppreisnarinnar í Frakklandi 1968 er líka forystumaður Græningja bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Cohn-Bendit er í viðtali við Der Spiegel þar sem hann segist vera fylgjandi hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Hann varar vinstri hreyfinguna við því að láta ódýrt Bandaríkjahatur stjórna gerðum sínum í kosningabaráttunni í Þýskalandi. Það þýði ekki að elta […]

Föstudagur 30.08.2013 - 20:26 - Ummæli ()

Heiftin á netinu

Ég er þeirrar skoðunar að fólk sem vill fara að hlusta á Franklin Graham eigi að fá að gera það í friði. Það kann að vera að skoðanir mannsins séu ógeðfelldar, en það er ekki aðferðin til að mæta þeim að beita lúabröðum til að koma í veg fyrir að fólk komist til að hlusta […]

Föstudagur 30.08.2013 - 14:59 - Ummæli ()

Íhaldssöm þjóð – eða hrædd?

Eru Íslendingar kannski mjög íhaldssöm þjóð – eða bara hrædd? Það má ekki nefna það að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu? Og landbúnaðarkerfinu – það er varla neinn pólitíkus sem leggur í að boða breytingar á því? Hér hrundi bankakerfi, en nei, það var endurreist í nær sömu mynd. Eins og það hefði virkað […]

Föstudagur 30.08.2013 - 11:48 - Ummæli ()

Seamus Heaney látinn

Írska nóbelsskáldið Seamus Heaney er látinn. Heaney var fæddur 1939. Hann var vinsælt skáld, sem hlaut marþættar viðurkenningar. Það er sagt að sala ljóðabóka hans nemi tveimur þriðjuhlutum af allri sölu á ljóðabókum á Bretlandseyjum. Á tíma þegar ljóðmál átti erfitt updráttar fór Heany að leggja áherslu á strangleika formsins. Hann orti oft um hversdagslega […]

Fimmtudagur 29.08.2013 - 23:40 - Ummæli ()

Breska þingið hafnar hernaði í Sýrlandi

Almenningur bæði vestan hafs og austan er afar var um sig eftir hinar skelfilegu lygar sem voru notaðar til að hefja innrás í Írak – og eru þess eðlis að réttast væri að draga bæði Bush og Blair fyrir dómstóla. Það er mjög erfitt að magna upp vilja til að hefja hernaðaríhlutun í Sýrlandi, jafnvel […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is