Mánudagur 30.09.2013 - 22:00 - Ummæli ()

Noregur tekur skarpa hægri beygju – undir stjórn tveggja kvenna

Það hefur löngum verið haft á orði að stjórnmál í Noregi og stjórnmálaumræða sé nokkuð til vinstri við það sem tíðkast á Íslandi. Nú eru að gerast þau stórtíðindi að hægrisinnaðasta ríkisstjórn fyrr og síðar – það þarf allavega að fara langt aftur í fortíðina til að finna annað eins – tekur brátt við í […]

Mánudagur 30.09.2013 - 15:37 - Ummæli ()

Guð sem risastórt nútímafyrirtæki

Ég er nokkuð sammála fíladelfíumanninum sem álítur að það sé heldur hallærislegt hjá borgaryfirvöldum að vera að atast í trúarsamkomunni Hátíð vonar. Þessi regnbogagjörningur á gangbrautinni við Laugardalshöll var út í hött. Hvaðan er svona hugmynd komin? En það verður að segjast eins og er að trú af því tagi sem þarna er boðuð er flestum Íslendingum framandi. Prédíkari […]

Mánudagur 30.09.2013 - 14:28 - Ummæli ()

Nýi forstjórinn og heilbrigðisráðherrann

Páll Matthíasson geðlæknir er nýr forstjóri Landspítalans. Þetta er eitt erfiðasta og vanþakklátasta starf á Íslandi. Ég hef kynnst Páli ögn og sýnist að hann sé toppmaður. Umræðan um heilbrigðiskerfið er þung og erfið. Ef ekki verður farið út í að byggja nýjan Landspítala þarf að marka aðra stefnu – það dugir ekki að hafa […]

Sunnudagur 29.09.2013 - 19:21 - Ummæli ()

29. september – hvers er að minnast?

Hvers er að minnast 29. september? Sigurður G. Guðjónsson lögmaður skýrir frá því í hvassyrtri bloggfærslu á Pressunni – fyrir fimm árum hófst einhver dramatískasta atburðarás Íslandssögunnar þegar skýrt var frá því á mánudagsmorgni að ríkið hefði tekið yfir 75 prósent af Íslandsbanka. Nokkrum dögum síðar var allt íslenska bankakerfið hrunið – við erum ennþá […]

Sunnudagur 29.09.2013 - 15:55 - Ummæli ()

Vesalings Ítalía

Ég hef oft velt því fyrir mér hvílík sturlun það er hjá hinni gömlu menningarþjóð Ítölum að velja Silvio Berlusconi til forystu. Það hafa fleiri gert, á því hefur verið hamrað í fjölmiðlum utan Ítalíu að maðurinn sé allsendis óhæfur sem þjóðarleiðtogi. En Berlusconi náði að leggja undir sig fjölmiðlana á Ítalíu og hefur í […]

Sunnudagur 29.09.2013 - 13:39 - Ummæli ()

Kveður við nýjan tón um erlenda fjárfestingu

Erlend fjárfesting hefur löngum verið lítil á Íslandi – stærstu fjárfestingarnar eru þjú álver sem hafa verið byggð, tvö vestanlands, eitt fyrir austan. Íslendingar hafa sjálfir reist stórar virkjanir til að knýja þessar álbræðslur – sem hafa verið í meira lagi umdeildar. Það hefur komið fram, meðal annars í Kastljósi á síðasta vetri, að álfyrirtæki […]

Fimmtudagur 26.09.2013 - 22:46 - Ummæli ()

Útrásarvíkingarnir höfðu rétt fyrir sér – að nokkru leyti

Umræða hefur spunnist um flutning fyrirtækja úr landi. Hjálmar Gíslason skrifar að það sé ekki flótti né föðurlandssvik að flytja fyrirtæki úr landinu. En auðvitað eru menn farnir að rífast um þetta eins og annað á Íslandi. Staðreyndin er sú að vaxtamöguleikar fyrirtækja eru mjög takmarkaðir á Íslandi. Aðalástæðurnar eru tvær, smæð þessa örmarkaðar og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is