Fimmtudagur 31.10.2013 - 23:50 - Ummæli ()

Hart leikið Skuggahverfi

Líklega er ekkert hverfi í Reykjavík sem hefur orðið niðurrifsfýsn jafn illilega að bráð og gamla Skuggahverfið. Ég vann í blikksmiðju á Lindargötu þegar ég var unglingur, þá var þarna lágreist timburhúsabyggð. Henni hefur nánast allri verið rutt burt og byggð í staðinn forljót háhýsi. Ljótust eru reyndar þau sem voru byggð fyrst við Skúlagötuna, […]

Fimmtudagur 31.10.2013 - 19:58 - Ummæli ()

Íslensk stjórnmál í óvæntu ljósi

Því verður varla neitað að þarna eru ýmsar hliðstæður, búturinn er úr kvikmynd frá 1955 sem nefnist Músin sem öskraði eða The Mouse That Roared.

Fimmtudagur 31.10.2013 - 14:30 - Ummæli ()

Arfleifð Jóns og Besta flokksins í Reykjavík

Síðan í gær hefur verið talað þannig um Jón Gnarr að jaðrar við það sem hefur verið kallað persónudýrkun. Pólitískir andstæðingar hans eiga ekkert svar við þessu. Jón er afar snjall grínisti, ég held reyndar að hann hafi ákveðna snilligáfu á því sviði. Og það leika ekki margir eftir að leggja niður stjórnmálaafl sem hefur […]

Fimmtudagur 31.10.2013 - 10:15 - Ummæli ()

Ósamhljómurinn milli Sigmundar og Bjarna

Fyrir utan brotthvarf Jóns Gnarr, er nú mest rætt um misvísandi yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar varðandi erlenda kröfuhafa. Sigmundur sagði í viðtali við Reuters í gær að samningarnir tækju nokkur ár. Bjarni Benediktsson sagði fyrir stuttu að hann vonaðist til að hægt yrði að ljúka samningunum næsta vor. Menn velta fyrir sér […]

Fimmtudagur 31.10.2013 - 08:09 - Ummæli ()

Hetjan Snowden – stjórnlaust leynipukur

Það er algjörlega að koma í ljós að Edward Snowden ætti að fá að snúa aftur til Bandaríkjanna sem hetja. Gott ef hann er ekki verðugur þess að fá heiðursmerki – eða skrúðgöngu fyrir sig á Broadway. Uppljóstranir hans sýna að stjórnendur njósnaþjónusta hafa gjörsamlega gengið af göflunum. Þar er fremstur í flokki Keith Alexander, […]

Miðvikudagur 30.10.2013 - 15:50 - Ummæli ()

Jón hættir varla við að hætta

Einhvern veginn held ég að sé lítið hæft í fabúleringum um að Jón Gnarr vilji láta ganga á eftir sér um að hætta við að hætta í borgarstjórninni. Það væri frekar úr karakter. Í rauninni er það ansi magnaður gjörningur, í ljósi þess sem á undan er gengið, og eftir kosningasigurinn mikla 2010, að leggja […]

Miðvikudagur 30.10.2013 - 11:55 - Ummæli ()

Mikið fylgi til skiptanna við brotthvarf Jóns Gnarr – nær Björt framtíð að gera sig gildandi í borginni?

Ef rétt er skilið ætlar Jón Gnarr ekki að gefa aftur kost á sér til setu í borgarstjórn. Það er að sumu leyti smart – gjörningnum sem hófst í upphafi árs 2010 er hreinlega lokið. Hann heppnaðist fáránlega vel. En Jón skilur eftir sig tómarúm. Án hans er Besti flokkurinn ekki neitt. Viðbúið er að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is