Laugardagur 30.11.2013 - 22:37 - Ummæli ()

Í hnotskurn

Þessi glæra frá fréttamannafundinum í dag sýnir vanda íslenska húsnæðiskerfisins í hnotskurn. Það er þetta sem þarf að laga.

Laugardagur 30.11.2013 - 17:24 - Ummæli ()

Sleppur fyrir horn

Jæja, þetta er þó eitthvað. Ekki jafnmikið og lofað var, þetta er ekki róttækasta aðgerð sögunnar og þetta þýðir ekki upprisu millistéttarinnar. En þetta er viðleitni til að bæta stöðu skuldara – fyrir það má þakka. Maður er að melta þetta, en við fyrstu sýn lítur það svona út. Hámarkið er 4 milljónir í skuldaleiðréttingu. […]

Laugardagur 30.11.2013 - 16:02 - Ummæli ()

Rússar vilja ekki að Úkraína færist nær ESB

Rússar hafa alla tíð beitt þjóðirnar sem eru næst þeim miklum fautaskap. Það er illt að vera nágranni Rússlands. Það hafa Kákasusþjóðir fengið að reyna, Eystrasaltsþjóðir, Pólland – og náttúrlega Úkraína. Í dag voru mótmæli í Kiev í Úkraínu vegna þess að forseti landsins, Viktor Janukovits, hefur stöðvað samstarfssamning við Evrópusambandið. Lögregla barði á friðsömum […]

Laugardagur 30.11.2013 - 11:32 - Ummæli ()

Stórkostlegur kúltúr en heimskir bisnessmenn

Rétt eftir hrun var ég á Sundance-kvikmyndahátíðinni og fór í kvöldverð heim til Roberts Redford. Þar sat sá mikli bissnessmaður George Soros, herra kapítalismi, og spurði mig hvaðan ég væri. „Ertu frá Íslandi já?“ sagði hann. „Þið eigið mjög heimska bissnessmenn en stórkostlegan kúltúr og þess vegna mun verða allt í lagi með ykkur.“ – […]

Laugardagur 30.11.2013 - 08:03 - Ummæli ()

FDR 1936

Föstudagur 29.11.2013 - 21:40 - Ummæli ()

Stóri dagurinn – og þá mest fyrir Framsókn

Stóri dagurinn er á morgun. Tilkynnt um niðurstöður í skuldamálum í Hörpu klukkan 4. Fyrir Framsóknarflokkinn er þetta örlagadagur. Það má gera því skóna að framtíð flokksins ráðist á morgun. Fylgið hefur verið að rjátlast af honum síðan í kosningum, ef kjósendur telja að flokkurinn sé að skila sínu í skuldamálum má búast við að […]

Föstudagur 29.11.2013 - 12:45 - Ummæli ()

Hægri og vinstri – mjög ruglingslegt

Ég játa að ég á sífellt erfiðara með að greina hvað er vinstri og hvað er hægri á Íslandi. Stundum er eins og hægrið sé vinstri og vinstrið hægri – þetta er allavega mjög ruglingslegt – og hefðbundnir mælikvarðar eins og um viðskipta- og markaðsfrelsi eiga mjög illa við í umræðunni. Ég fór að velta […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is